
Síðasti heimslisti 2012 birtur í gær – Olesen og Coetzee spila á Masters
Í gær var birtur 52. og síðasti heimslisti ársins 2012, en hann er birtur vikurlega og endurspeglar hverjir eru heimsins bestu kylfingar á hverjum tíma.
Röð efstu kylfinga er óbreytt: 1. sæti Rory McIlroy, 2. sæti Luke Donald, 3. sæti Tiger Woods, 4. sæti Justin Rose, 5. sæti Adam Scott, 6. sæti Louis Oosthuizen, 7. sæti Lee Westwood, 8. sæti Bubba Watson, 9. sæti Jason Dufner og 10. sæti Brandt Snedeker.
Það sem vekur athygli er að Charl Schwartzel frá Suður-Afríku fór upp í 14. sætið fyrir glæsilegan sigur sinn í Malelane í Suður-Afríku á Alfred Dunhill mótinu nú um helgina, en hann var kominn upp í 23. sætið (úr 27. sætinu) vikuna þar áður eftir frábæran sigur á Thailand Golf Open! Alls hefir Charl því farið upp um 13 sæti á 2 vikum og það innan topp 30 heimslistans.
Jafnframt er Sergio Garcia kominn upp í 17. sæti fyrir flottan sigur og sérlega glæsilegan lokahring upp á 61 högg á Johor Iskandar mótinu í Malasíu.
Hástökkvari vikunnar er eflaust ástralski kylfingurinn Daníel Popovic en hann fer úr 1251. sæti heimslistans í 358. sæti eftir sigur sinn á Australian PGA Championship um helgina.
Lokalisti ársins er jafnframt spennandi því þar eru loks tiltekinir þeir sem eru í 50 efstu sætunum, en þeir fá boð um að spila á the Masters risamótinu í Augusta National í apríl 2013.
Sá heppni í ár er Daninn Thorbjørn Olesen, sem rétt smellur inn á topp 50 er í 50. sætinu. Hann sigraði m.a. á Opna sikileyska á árinu og átti nokkrar eftirminnilega frammistöður m.a. á Opna breska risamótinu þar sem hann varð T-9 og á Lyoness Open, þar sem hann leiddi allt mótið en varð að láta í minni pokann fyrir austurríkismanninum Bernd Wiesberger, en hafnaði engu að síður í 5. sætinu.
Í 49. sætinu er George Coetzee frá Suður-Afríku, sem búinn er að eiga ágætis tímabil á Evrópumótaröðinni – en það var 2. sætið á SA Open Championship heima í Suður-Afríku, 18. nóvember s.l., sem kom honum úr 70. sætinu í 49. sæti heimslistans, þar sem hann hefir haldið sér síðan.
Þeir óheppnu sem ekki spila á the Masters í ár eru: 51. sætið Geoff Ogilvy frá Ástralíu; 52. sætið Shane Lowry frá Írlandi; 53. sætið Henrik Stenson frá Svíþjóð; 54. sætið Miguel Angel Jiménez frá Spáni og 55. sætið Marcus Fraser frá Ástralíu.
Til þess að sjá heimslistann í heild SMELLIÐ HÉR:
- janúar. 15. 2021 | 09:00 PGA: 3 efstir & jafnir e. 1. dag Sony Open
- janúar. 15. 2021 | 08:00 Angel Cabrera handtekinn af Interpol í Brasilíu
- janúar. 14. 2021 | 20:49 Svar Kevin Kisners við því hvort hann geti sigrað hvar sem er
- janúar. 14. 2021 | 20:00 PGA: Pebble Beach mótið spilað án áhugamannanna vegna Covid
- janúar. 14. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Henriksen og Gunnar Smári Þorsteinsson – 14. janúar 2021
- janúar. 14. 2021 | 10:00 GSÍ: Reglur varðandi framkvæmd æfingar og keppni á Covid tímum
- janúar. 14. 2021 | 08:00 GR: Þórður Rafn nýr íþróttastjóri GR! Haukur Már kemur inn í þjálfarateymið!
- janúar. 14. 2021 | 07:00 LPGA: Yealimi Noh, meðal þeirra sem eru nýliðar aftur 2021!
- janúar. 13. 2021 | 18:00 PGA: Áhorfendum fækkað á Phoenix Open og grímuskylda!
- janúar. 13. 2021 | 16:30 Áskorendamótaröð Evrópu: Mótum í S-Afríku frestað
- janúar. 13. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Frímann Þórunnarson – 13. janúar 2020
- janúar. 13. 2021 | 13:00 Evróputúrinn: Boðskortin á Sádí International
- janúar. 13. 2021 | 10:00 Sonur Gary Player hvetur föður sinn til að skila Trump frelsisorðunni
- janúar. 13. 2021 | 08:00 Vegas með Covid
- janúar. 12. 2021 | 20:00 Paige Spiranac svarar fyrir sig