
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Matteo Delpodio (15. grein af 28)
Í dag verður hinn kylfingurinn kynntur sem varð í 14. sæti á lokaúrtökumóti Q-school Evrópumótaraðarinnar á PGA Catalunya golfstaðnum, í Girona á Spáni, dagana 24.-29. nóvember s.l…. Matteo Delpodio frá Ítalíu.
Matteo fæddist 23. júní 1985 í Torínó á Ítalíu og er því 27 ára. Hann byrjaði næstum í golfi fyrir tilviljun þegar hann lenti í skíðaslysi og fótbraut sig. Hann sló bolta til þess að hafa ofan af fyrir sér meðan hann var í gifsi. Þegar fótbrotið var gróið fór hann á golfvöll og fékk síðan golfbakteríuna.
Matteo byrjaði í Torino Golf Club La Mandria þegar hann var 16 ára, sama klúbbi og Molinari bræður eru í og sama klúbb og Italian Open fer fram á á næsta ári þ.e. 19.-22. september. Matteo þakkar Edoardo sérstaklega að hafa hjálpað sér með golfleik sinn næstu 2 árin. Hann átti farsælan feril á Alps Tour áður en hann spilaði á Áskorendamótaröðinni og varð 85. árið 2011 og í 41. sæti árið 2012.
Nú er Matteo í Fermata golfklúbbnum í Torínó á Ítalíu. Matteo hefir áhuga á íþróttum almennt, elskar enn að vera á skíðum og hefir áhuga á öllu sem flýgur og elskar auk þess að vera í flughermi.
Matteo hefir á hverju ári frá árinu 2005 reynt að komast á Evrópumótaröðina í gegnum Q-school, en það tókst loks núna. Uppáhaldskylfingur Matteo Delpodio er Nick Price.
- janúar. 18. 2021 | 00:30 PGA: Na sigraði á Sony Open
- janúar. 18. 2021 | 00:01 Thomas missir Ralph Lauren sem styrktaraðila
- janúar. 17. 2021 | 21:00 GA: Lárus Ingi kylfingur ársins 2020
- janúar. 17. 2021 | 20:00 Tiger: „Hún brosir ekki núna!“
- janúar. 17. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birnir Valur Lárusson – 17. janúar 2021
- janúar. 17. 2021 | 07:00 PGA: Brendan Steele leiðir f. lokahringinn á Sony Open
- janúar. 16. 2021 | 20:00 Eru Phil og Tiger vinir?
- janúar. 16. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2021)
- janúar. 16. 2021 | 19:30 DeChambeau forðast að ræða tengsl sín við Trump
- janúar. 16. 2021 | 18:00 Ingi Þór Hermannsson heiðraður á Íþróttahátíð Garðabæjar
- janúar. 16. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Kristján Þór Gunnarsson – 16. janúar 2021
- janúar. 16. 2021 | 08:00 PGA: Taylor tekur forystuna í hálfleik
- janúar. 15. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sirrý Hallgríms — 15. janúar 2021
- janúar. 15. 2021 | 09:00 PGA: 3 efstir & jafnir e. 1. dag Sony Open
- janúar. 15. 2021 | 08:00 Angel Cabrera handtekinn af Interpol í Brasilíu