Andri Þór í 5. sæti eftir 1. dag Dixie Amateur var á 68 höggum – Arnór Ingi lék á 73 höggum
Andri Þór Björnsson, GR og Arnór Ingi Finnbjörnsson GR, taka þátt í Dixie Amateur Championship, sem hófst í gær í Coral Springs, heimabæ Lexi Thompson, í Flórída. Þetta er stórt og fremur sterkt 72 holu mót (skorið niður eftir 54),sem gefur mörg stig á heimslista áhugamanna. Þátttakendur eru 240 og spilað er á völlum 3 klúbba: Heron Bay Golf Club, Palm-Aire Country Club og Woodlands Country Club. Það er því einstaklega glæsilegur árangur hjá Andra Þór að vera einn af þeim 10 sem deila 5. sæti í heildina tekið (þ.e. yfir alla 240 keppendurna) og vera einn af 7. sem eru í 5. sæti eftir að hafa spilað golfvöll Heron Bay Golf Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Byron Nelson? (4/4) 18. grein af 24 um „The Match“
Hér verður fram haldið kynningu á einni af 4 aðalsöguhetjum í bók Mark Frost: “The Match – The day the game of golf changed forever.” Byron Nelson var annar af 2 atvinnumönnunum (hinn var Ben Hogan, sem þegar hefir verið kynntur) sem kepptu við tvo áhugamenn í fjórleik (þ.e. Ken Venturi og Harvie Ward sem einnig hafa þegar verið kynntir til sögunnar) vegna veðmáls milljónamæringanna Eddie Lowery og George Coleman, árið 1956, en Eddie taldi að enginn gæti sigrað tvo starfsmenn sína, áhugamennina Venturi og Ward í fjórleik. Coleman tók veðmálinu og mætti með þá Ben Hogan og Byron Nelson, sem er líkt og hann hefði mætt með Rory McIlroy og Luke Donald til að keppa við einhverja áhugamenn í dag. Kynningin Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Matthew Nixon (16. grein af 28)
Í kvöld verður byrjað að kynna þá 5 stráka sem deildu 9. sætinu á lokaúrtökumóti Q-school á Evrópumótaröðinni sem fram fór dagana 24. – 29. nóvember s.l. Í kvöld verður byrjað á Matthew Nixon. Matthew Nixon fæddist í Manchester á Englandi 12. júní 1989 og er því 23 ára. Hann hætti að nota plastkylfur 5 ára og fór að nota alvöru upp frá því. Klúbburinn sem hann er félagi í á Englandi er Ashton under Lyne, en þar hefir hann verið allt frá 7 ára aldri. Hápunktar áhugamannsferils hans er sigur á British Boys Amateur Championship árið 2006 á Royal Aberdeen. Hann ætlaði sér að spila í Walker Cup 2011 Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Caroline Masson – (13. grein af 27)
Í dag verður fram haldið að kynna þær 6 stúlkur, sem deildu 11. sætinu á lokaúrtökumóti Q-school á Daytona Beach, dagana 28. nóvember – 2. desember 2012 og flugu þ.a.l. inn á LPGA. Í gær var fyrsta stúlkan, sem varð í 11. sæti kynnt: Brooke Pancake og í dag verður þýska golfdísin Caroline Masson kynnt, eða Caro eins og hún er alltaf kölluð í Þýskalandi. Caro Masson er fædd 14. maí 1989 í Gladbeck í Nordrhein-Westfalen í Þýskalandi. Hún er dóttir Gabriele og Stefan Masson og á einn 18 ára bróður Alexander. Heima í Þýskalandi er hún í golfklúbbnum í Hubbelrath og hún er með sama þjálfara og Martin Kaymer, Günther Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Shin Ae Ahn – 18. desember 2012
Afmæliskyfingur dagsins er Shin Ae Ahn frá Suður-Kóreu. Shin fæddist 18. desember 1990 og er því 22 ára í dag. Hún vakti verðskuldaða athygli á Evían Masters mótinu, í Évian-Les-Bains, í Frakklandi í fyrra, 2011. Þessi geðþekka, unga stúlka frá Suður-Kóreu deildi efsta sætinu þar með sér reyndari og þekktari kvenkylfingum, flesta dagana, sem mótið fór fram (m.a. Karen Stupples og Mariu Hjorth) og gekk mun betur en heimsþekktum kvenkylfingum, (s.s. Paulu Creamer, Cristie Kerr og Yani Tseng.) Shin Ae Ahn spilaði fyrsta tímabilið sitt á KLPGA árið 2009 og átti mjög gott ár sem nýliði. Hún var 4 sinnum meðal 10 efstu og var í 21. sæti á peningalistanum í Suður-Kóreu. Lesa meira
Viðtal við Ian Poulter
Á Sky Sports er skemmtilegt viðtal við Ian Poulter svona í lok ársins 2012, sem lyfti honum upp í stöðu súperstjörnu eftir frábæran árangur hans á Ryder bikarnum í Medinah. Ian Poulter er þekktur fyrir að vera einn af ástríðufyllstu kylfingum leiksins og átti einn stærsta þátt í sigri Ryder bikars liðs Evrópu í Medinah. Þegar staðan var 10-4 fyrir Bandaríkin hreinlega URÐU síðustu tveir fjórboltaleikirnir að vinnast. Luke Donald og Sergio Garcia unnu þá Tiger Woods og Steve Stricker og nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy og Ian Poulter tryggðu dýrmætan 6. vinninginn á laugardeginum. Og síðan tvímenningsleikirnir á sunnudeginum….. þar var golfsagan skrifuð. Á sunnudeginum vann Ian Poulter Lesa meira
GSG: Jólavetrarmót Nettó haldið næsta laugardag
Laugardaginn 22. desember n.k. verður haldið Jóla vetrarmót Nettó á Kirkjubólsvelli þeirra Sandgerðinga. Keppnisfyrirkomulag er punktakeppni með forgjöf og hámarksforgjöf karla er 24 og kvenna 28. Verðlaun verða veitt fyrir 3 efstu sætin. Mæting er kl. 10:30 og ræst er út á öllum teigum kl. 11:30 samtímis. Leiknar verða holur 1-11 og síðan 18. heim í skála, eða alls 12 holur. Þeir sem hug hafa á því að taka þátt eru beðnir að skrá sig til leiks á golf.is, en komast má inn á síðuna með því að SMELLA HÉR: Jólamótið er að sjálfsögðu háð góðu veðri en sem stendur lofar langtímaspáin góðu! SMELLIÐ HÉR til að fylgjast með Lesa meira
Tiger stefnir á risamótssigra 2013
Tiger Woods hefir náð sér á þessu ári; bæði er hann laus við óþægilega pressuna, sem á honum hvíldi vegna skandala í einkalífinu og eins er hann búinn að jafna sig á líkamlegum meiðslum, sem hann hefir þurft að glíma við. Hann var í frjálsu falli á heimslistanum en er nú búinn að vinna sig upp í 3. sætið á heimslistanum, sem er frábær árangur! Á þessu keppnistímabili náði hann líka að fara fram úr Jack Nicklaus a.m.k. í einu tilliti: Jack hefir alls unnið 73 PGA titla. Tiger bætti 3 sigrum á PGA við vinningalista sinn á þessu ári og hefir því alls sigrað 74 sinnum á PGA. Þetta Lesa meira
Andri Þór og Arnór Ingi keppa á Dixie Amateur í Flórída í dag
Andri Þór Björnsson, GR og Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR, spila í dag á 82. Dixie Amateur mótinu í Coral Springs, Flórída. Mótið er 4 hringja, stendur dagana 18.-21. desember 2012 og skorið er niður eftir 3 hringi (54 holur). Andri Þór fer út af 1. teig kl. 9:36 (kl. 14:36 að íslenskum tíma) og Arnór Ingi kl. 11:06 að staðartíma (kl. 16:06 að íslenskum tíma). Golf 1 óskar þeim Andra Þór og Arnór Inga góðs gengis!!! Til þess að fylgjast með gengi Andra Þórs og Arnós Inga SMELLIÐ HÉR:
Hver er kylfingurinn: Byron Nelson? (3/4) 17. grein af 24 um „The Match“
Hér verður fram haldið kynningu á einni af 4 aðalsöguhetjum í bók Mark Frost: “The Match – The day the game of golf changed forever.” Byron Nelson var annar af 2 atvinnumönnunum (hinn var Ben Hogan, sem þegar hefir verið kynntur) sem kepptu við tvo áhugamenn í fjórleik (þ.e. Ken Venturi og Harvie Ward sem einnig hafa þegar verið kynntir til sögunnar) vegna veðmáls milljónamæringanna Eddie Lowery og George Coleman, árið 1956, en Eddie taldi að enginn gæti sigrað tvo starfsmenn sína, áhugamennina Venturi og Ward í fjórleik. Coleman tók veðmálinu og mætti með þá Ben Hogan og Byron Nelson, sem er líkt og hann hefði mætt með Rory McIlroy og Luke Donald til að keppa við einhverja áhugamenn í dag. Kynningin Lesa meira








