Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 17. 2012 | 09:30

Sólskinstúrinn: Schwartzel náði ekki að slá met Tiger

Charl Schwartzel vann í gær með miklum 12 högga mun á Alfred Dunhill Championship á Leopard Creek golfvellinum í Malelane, Suður-Afríku.

Vikuna þar áður á Thaíland Golf Championship á Asíutúrnum vann hann með 11 högga mun.

Spurningin í gær var aldrei HVORT hinn 28 ára Schwartzel myndi sigra í mótinu og bæta þar með við 8. Evróputitli sínum, en Alfred Dunhill er samstarfsverkefni Sólskinstúrsins og Evrópumótaraðarinnar, heldur hvort honum myndi takast að slá met Tiger Woods, sem sigraði með 15 högga mun á næsta mann í Opna bandaríska 2000. Það er til dagsins í dag stærsti munur á kylfingi í 1. og 2. sæti í sögu Evrópumótaraðarinnar.

Schwartzel hélt áfram frábærum árangri sínum á Leopard Creek en á vellinum sem er alveg upp við Kruger þjóðgarðinn vann hann fyrsta titil sinn á Evrópumótaröðinni 2004 og hefir 4. sinnum verið í 2. sæti þar eftir það.

„Þetta hefir alltaf verið sérstakur staður fyrir mig,“ sagði Charl „Þarna get ég næstum sagt að ferill minn hafi hafist og hann stendur alltaf hjarta mínu næst. Það er gaman að hafa haldið forminu frá því í síðustu viku (Í Thaílandi). Ég sagði fyrir 1 1/2 mánuði síðan að þetta hefði verið ár v0nbrigða. Hægt og örugglega fór ég að sveifla kylfunum betur, alveg eins og ég gerði þegar ég vann the Masters og ég er virkilega orðinn spenntur fyrir því að spila aftur. Það hófst í SA Open og þaðan í frá hefir sveiflan orðið betri og betri. Þetta er orðið ansi hreint gott ár núna“

Schwartzel náði ekki að slá met Tiger, en….  hann er búinn að gera tvær góðar tilraunir og aldrei að vita hvað 2013 ber í skauti sér!