
Davis Love III og sonur hans Dru sigra í feðga-keppninni – myndskeið
„Loves conquer all“ er fyrirsögn fréttar á PGA um feðga-mótið (með Texas fyrirkomulagi) þ.e. PNC Father-Son Challenge, sem fram fór nú um helgina í Ritz Carlton golfklúbbnum í Orlandó, Flórída.
Þar er vísað til sigurs Love-feðga Davis og Dru, en þeir sigruðu þá Larry Nelson, sem var að gera sér vonir um að verða næsti fyrirliði Bandaríkjamanna í Ryder Cup 2014 og son hans, Josh.
Sigurhringur Love-feðga var upp á 11 undir pari 61 högg og áttu þeir 1 högg á Nelson-feðga, sem töpuðu því naumlega Larry Nelson og Josh hafa 2 sinnum áður sigrað í mótinu 2007 og 2008, en síðan var gert 3 ára hlé og var mótið nú haldið aftur í fyrsta skipti í 3 ár.
„Ég lærði heilmikið í þessari viku“ sagði Dru Love. „Ég veit að þetta er ekki eins stórt mót og á PGA, en maður fær svona smá nasasjón af því hvernig þau eru.“
Vijay Singh og sonur hans Qass Singh urðu í 3. sæti í þessu 2 daga fjölskyldumóti.
Í næstu sætum á eftir urðu Mark og Shaun O’Meara (63) og David Duval og stjúpsonur hans Nick Karavites (61).
Sjötta sætinu deildu síðan Jack Nicklaus og sonur hans Gary; Fuzzy Zoeller og dóttir hans Gretchen Zoeller og Funk-feðgar Fred og sonur hans Taylor.
Hér má sjá myndskeið frá seinni degi þ.e. lokadegi feðgakeppninnar SMELLIÐ HÉR:
- janúar. 28. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2023)
- janúar. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2023
- janúar. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bjarni Benediktsson – 26. janúar 2023
- janúar. 25. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sjöfn Har, Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2023
- janúar. 24. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingunn Einarsdóttir – 24. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 06:00 PGA: Xander Schauffele með fyrsta albatrossinn á ferlinum á AmEx Open
- janúar. 23. 2023 | 05:15 Hvað var í sigurpoka Brooke Henderson?
- janúar. 23. 2023 | 05:00 PGA: Rahm rúllaði upp AmEx Open
- janúar. 22. 2023 | 22:40 Champions: Stricker sigraði í Hawaii
- janúar. 22. 2023 | 22:30 LPGA: Sigur Brooke Henderson öruggur á Hilton Grand Vacations TOC!!!
- janúar. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sigurbjörn Sigfússon og Unnur Ólöf Halldórsdóttir – 22. janúar 2023
- janúar. 22. 2023 | 14:45 Evróputúrinn: Victor Perez sigraði á Abu Dhabi HSBC meistaramótinu
- janúar. 21. 2023 | 23:59 LPGA: Brooke Henderson leiðir á Hilton Grand Vacations TOC f. lokahringinn
- janúar. 21. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2023)