Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 17. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Þór Gunnarsson – 17. desember 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Gunnar Þór Gunnarsson. Gunnar er fæddur 17. desember 1964.  Hann er í þeim skemmtilega golffélagsskap Elítunni, sem er hópur 20 hressra kylfinga, sem flestir eru í GR. Meðlimir Elítunnar eru ekki grænir í golfi þótt félagsjakkinn sé það (eins og í öðrum frægum golfklúbbi :-)) en meðaltal forgjafar meðlima er 9,8. Afmæliskylfingurinn er með 9,4 í forgjöf. Elítan heldur m.a. úti vefsíðu sem sjá má með því að SMELLA HÉR:  

Elítan – Gunnar Þór afmæliskyfingur er lengst til hægri!

 Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Rocco Mediate, 17. desember 1962 (50 ára merkisafmæli!!!);  Tim Clark, 17. desember 1975 (37 ára);  Tracey Boyes, 17. desember 1981 (31 árs) ….. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is