Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 17. 2012 | 17:30

Ótrúlegt!!! Ryder Cup lið Evrópu var ekki valið lið ársins af BBC

Í gær fór fram val á liði ársins á BBC sjónvarpsstöðinni bresku og jafnframt var valinn íþróttamaður ársins.

Íþróttamaður ársins í Bretlandi í ár er hjólreiðakappinn Bradley Wiggins og er hann vel að verðlaununum kominn.

Val á liði ársins er hins vegar umdeildara, en valið var Team GB þ.e. lið Breta á Olympíuleikunum, sem fram fóru að þessu sinni í London.

Mörgum finnst hreint ótrúlegt að töfralið Evrópu í Ryder bikarnum, sem sneri gjörtapaðri stöðu í einn magnaðasta sigur síðari tíma skuli ekki hafa verið valið.

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá Ian Poulter og Justin Rose ræða við Gary Lineker um „kraftaverkið í Medinah“ eins og sögulegur umsnúningurinn í einni virtustu liðakeppni íþróttanna sem Ryder Cup, er nú kallur SMELLIÐ HÉR: