Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 17. 2012 | 07:55

Popovic með stór plön fyrir árið 2013

Frá því að Daniel Popovic sigraði á Australian PGA Championship í gær hefir hann haldið upp á sigurinn með vinum í alla nótt og tekið við ótal hamingjuóskum.

Það má segja að ekki hafi verið vinsælli sigurvegari í 11 ára sögu mótsins á Coolum golfstaðnum  í Ástralíu og Popovic var meira en ánægður að rétta mönnum, sem vildu drekka hans skál Joe Kirkwood silfurbikarinn – verðlaunagripinn í mótinu.

Það fyrsta sem Popovic sagði eftir sigurinn var: „2013 verður algjörlega öðruvísi en ég var búinn að planleggja fyrir 2 vikum.“

Og það er hverju orði sannara.

Í staðinn fyrir að fara í gegnum öll stig PGA ástralasíu túrsins í von um að fá að spila á nokkrum mótum 2013 hefir hann þegar fengið boð um að spila á Bridgestone Invitational í Ohio í Bandaríkjunum á næsta ári en verðlaunafé þar er $ 6.000.000.

Meðal keppinauta hans vera nr.1 og nr. 3 á heimslistanum Rory McIlroy og Tiger Woods. Og von er á fleiri boðum.

Það voru margir vantrúaðir þegar Popovic lýsti því yfir að hann myndi vinna PGA Championship eftir að hafa komið inn á 64 höggum á fimmtudaginn s.l.  Þegar hann sagði í gær að næsta markmið hans væri að vinna á risamóti þá var enginn sem efaðist.

Popovic, sem hefir fjármagnað golfið sitt m.a. með því að búa til pizzur og starfa sem umferðarlögga, segist ná árangri vegna þess að hann sé „fjári þrjóskur“ eiginleika sem hann hafi fengið í arf frá föður sínum, Radi, sem greindist með ólæknanlegt krabbamein í beinum fyrir nokkrum mánuðum.

„Ég get ekki beðið eftir að komast heim og gefa honum (Radi)  bjarnarfaðmlag og halda upp á sigurinn með honum.“

Daníel hefir vakið aðdáun nokkurra þeirra sem spiluðu með honum t.a.m. Rod Pampling, sem sagði: „Ég spilaði með honum á sunnudaginn (í Australian Open) og þó hann hafi ekki átt sinn besta dag þá voru drævin hans framúrskarandi.“

Heimild: The Age

Sigurvegari Opna bandaríska, Geoff Ogilvy spilaði æfingahring með honum og líkaði það sem hann sá.

Peter Senior heillaðist af andlegum styrk Popovic: „Hann komst í gegnum erfiða kaflann í kringum 8.,9. 10. og 11. holurnar. Síðustu 7 holurnar spilaði hann frábærlega, hann skilaði ágætu verki.“