Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 17. 2012 | 20:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Brooke Pancake (12. grein af 27)

Pönnukaka er komin á LPGA!!!

Í dag verður byrjað að kynna þær 6 stúlkur, sem deildu 11. sætinu á lokaúrtökumóti Q-school á Daytona Beach og flugu inn á LPGA: Marinu Stuetz, Caroline Masson, Austin Ernst, Brooke Pancake, Kim Welch og Kaylu Mortellaro.

Byrjað verður á pönnukökunni okkar, Brooke Pancake  (en pönnukaka var viðurnefni hennar í háskólagolfinu).

Brooke Pancake

Brooke Pancake fæddist 6. júní 1990 í Chattanooga, Tennessee og varð því 22 ára í ár. Hún byrjaði að spila golf 8 ára en það var afi hennar, Jimbo Eakin, sem kenndi henni. „Ég byrjaði svolítið seint miðað við alla toppkylfingana í dag. Ég var ekki komin á fullt í golfið fyrr en við 10 ára aldurinn.“  Afinn skráði hana m.a. í fyrsta mótið hennar, en fór sjálfur ekki til að horfa á sem vakti mikla reiði hjá Brooke. En það entist ekki lengi, keppnin átti vel við Brooke og við 11 ára aldurinn var hún farin að sigra reglulega á mótum.

Brook var í menntaskóla þ.e. Baylor High School í Chattanooga, Tennessee og var ríkismeistari mennskælinga í Tennessee 4 ár í röð.  Hún er með besta skor mennskælinga bæði eftir 18 og 36 holur þ.e. 64 á 18 holum og samtals 138 á 36 holum.  Brooke er þrátt fyrir ungan aldur komin í Frægðarhöll kvenkylfinga í Tennessee.

Brooke var 26. besti kylfingur á unglingamótaröðinni 2008, sem bandaríska AJGA stendur fyrir (þ.e. bandaríska golfsambandið fyrir unglinga). Hún var meðal 10 efstu í 15 AGJA mótum sem hún tók þátt í sem unglingur.

Brooke spilaði með háskólaliði Alabama Crimson Tide og má sjá afrek hennar í háskólagolfinu með því að SMELLA HÉR: Í háskóla var Brooke Pancake m.a. all-state selection öll fjögur árin og hún var í liði MVP fjögur ár í röð.

Hún vann á Palmetto Tournament lokaárið sitt í háskóla og hefir m.a. hlotið Jeff Guerry viðurkenninguna,  Betty Probassco viðurkenninguna og árið 2011 hlaut hún Edith Cummings Munson Golf Award sem veitt er framúrskarandi kylfingum sem jafnframt skara fram úr í námi.

Brooke spilaði í fyrsta sinn á US Women´s Open risamótinu í ár, sem fram fór að þessu sinni á Blackwolf Run golfvellinum í Kohler, Wisconsin og var í liði Bandaríkjanna á Curtis Cup.  Brooke gerðist jafnframt atvinnumaður í golfi í ár 2012 og komst í 1. tilraun sinni á LPGA.

Brooke Pancake er dóttir Debbie Pancake og á 3 systur: Debbie, Ally og Blaire.