
LET: Ariya Jutanugarn efst í Q-school í Marokkó – Cheyenne Woods hlaut ekki kortið sitt á LET
Í dag lauk lokaúrtökumóti LET og hlutu efstu 30 stúlkurnar af 60 sem spiluðu lokahringinn á Al Maaden golfvellinum kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna fyrir keppnistímabili 2013.
Cheyenne Woods, frænka Tigers var því miður ein af þeim sem deildi 36. sætinu og hlaut því ekki fullan keppnisrétt á LET keppnistímabilið 2013.
Hin 17 ára thaílenska Ariya Jutanugarn varð efst; spilaði hringina 5 á lokaúrtökumótinu á samtals 24 undir pari, 336 höggum (68 70 64 65 69) og setti m.a. vallarmet á 3. degi, sem jafnframt var persónulega besti hringur hennar til þessa.
Þær 30 stúlkur sem hlutu fullan keppnisrétt á LET eru eftirfarandi: 1. Ariya Jutanugarn frá Thailandi; 2. Nikki Campbell frá Ástralíu; 2. Emily Taylor frá Englandi; 4. Louise Larsson frá Svíþjóð; 5. Xi Yu Lin frá Kína; 6. Camilla Lennarth frá Svíþjóð; 7. Malene Jörgensen frá Danmörku; 8. Mallory Fraiche frá Bandaríkjunum; 9. Charlotte Ellis frá Englandi; 9. Katie Burnett frá Bandaríkjunum; 9. Maria Salinas frá Perú; 9. Julia Davidsson frá Svíþjóð; 9. Alexandra Villatte frá Frakklandi; 9. Bonita Breddenhann frá Namibíu; 15. Paula Hurtado frá Kólombíu; 15. Dawn Shockley frá Bandaríkjunum; 17. Daniela Holmqvist frá Svíþjóð; 17. Sharmila Nicollett frá Indlandi; 17. Whitney Hillier frá Ástralíu ; 20. Elina Nummenpaa frá Finnlandi; 20. Laura Cabanillas frá Spáni; 20. Maha Haddoui frá Marokkó; 20. Virginia Espejo frá Spáni; 20. Sarah King frá Ástralíu; 25. Cathryn Bristow frá Nýja-Sjálandi; 25. Laura Jansone frá Lettlandi; 25. Holly Clyburn frá Englandi; 25. Jia Yun Li frá Kína; 25. Melanie Maetzler frá Sviss; 25. Margarita Ramos frá Mexikó.
Það sem er merkilegt við þennan hóp er að í honum eru 4 kylfingar, sem eru fulltrúar þjóða sem aldrei hafa átt keppanda á Evrópumótaröð kvenna þ.e. Maria Salinas er fyrsti kvenkylfingur frá Perú til þess að keppa á LET; Bonita Breddenhann er fyrsti kvenkylfingur frá Namibíu til þess að keppa á LET, Maha Haddoui er fyrsti kvenkylfingur frá Marokkó til þess að keppa á LET og Laura Jansone er fyrsti kvenkylfingur frá Lettlandi til þess að keppa á LET.
Svíar, Bandaríkjamenn, Englendingar og Ástralar eiga flestar af keppendunum, sem komust í gegn; 4 sænskar stúlkur komust í gegn (13% af þeim 30 sem urðu efstar); Bandaríkjamenn, Englendingar og Ástralar áttu hver 3 stúlkur sem komust í gegn (10%); 2 voru frá Spáni (7%) 2 voru frá Kína (7%) og 1 var frá Danmörk; 1 var frá Finnlandi; 1 var frá Frakklandi; 1 var frá Indlandi; 1 var frá Kólombíu, 1 var frá Lettlandi; 1 var frá Marokkó, 1 var frá Mexíkó; 1 var frá Namibíu; 1 var frá Nýja-Sjálandi; 1 var frá Perú, 1 var frá Sviss og sigurvegarinn var eini keppandinn frá Thailandi.
Þegar Golf1 hefir kynnt allar nýju stúlkurnar á LPGA mun verða hafist handa við að kynna allar nýju stúlkurnar á LET 2013.
Sjá má úrslitin á lokaúrtökumóti Q-school LET með því að SMELLA HÉR:
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open