Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2012 | 23:59

„The Match“ – 19. grein af 24

Nú hafa 4 aðalsöguhetjur í bók Mark Frost: “The Match – The day the game of golf changed forever, ”  verið kynntar til sögunnar; þ.e. Ken Venturi, Harvie Ward, Ben Hogan og nú síðast Byron Nelson. Þessir 4 kylfingar kepptu í fjórleik vegna veðmáls milljónamæringanna Eddie Lowery og George Coleman, árið 1956, en Eddie taldi að enginn gæti sigrað tvo starfsmenn sína, áhugamennina Venturi og Ward í fjórleik. Coleman tók veðmálinu og mætti með þá Ben Hogan og Byron Nelson, sem er líkt og hann hefði mætt með Rory McIlroy og Luke Donald til að keppa við einhverja áhugamenn í dag.  Þetta er í stuttu máli innihald bókarinnar „The Match“ Bókin er 250 síðna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2012 | 23:55

Andri Þór í 2. sæti og Arnór Ingi í 12. sæti af 240 keppendum á Dixie Amateur í Flórida

Andri Þór Björnsson, GR og Arnór Ingi Finnbjörnsson GR, taka þátt í Dixie Amateur Championship, sem hófst í gær í Coral Springs, í Flórída. Þetta er stórt og fremur sterkt 72 holu mót (skorið niður eftir 54),sem gefur mörg stig á heimslista áhugamanna. Þátttakendur eru 240 og spilað er á völlum 3 klúbba: Heron Bay Golf Club,  Palm-Aire Country Club og  Woodlands Country Club. Það er því einstaklega glæsilegur árangur hjá Andra Þór  að deila 2. sæti með öðrum kylfing, Derek Oland frá McKinney, Texas. Þegar mótð er hálfnað Andri Þór er búinn að leika báða hringi á 68 höggum, sem var 4 undir pari á Heron Bay golfvellinum í gær og á 3 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2012 | 20:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Marina Stütz – (14. grein af 27)

Í dag verður fram haldið að kynna þær 6 stúlkur, sem deildu 11. sætinu á lokaúrtökumóti Q-school á Daytona Beach dagana 28. nóvember – 2. desember 2012 og flugu inn á LPGA. Í gær var þýska stúlkan Caroline Masson og þar áður bandaríski kyfingurinn Brooke Pancake. Í dag verður Marina Stütz frá Austurríki kynnt  og fram haldið næstu daga með Austin Ernst, Kim Welch og Kaylu Mortellaro. Marina Stütz er 19 ára frá Linz í Austurríki.   Til þess að sjá viðtal við Marinu eftir lokahring í lokaúrtökumóti LPGA SMELLIÐ HÉR:  Marina hefir m.a. komið hingað til lands; á vallarmetið af bláum teigum á Strandarvelli, Hellu, en hún lék þar á 67 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2012 | 16:00

Rekstur Kylfings gekk illa

Allt frá því að Golfklúbbur Íslands var stofnaður fyrstur allra golfklúbba hér á landi árið 1935 var gefið út tímarit, til þess að kynna Íslendingum þessa nýju íþrótt, sem golfið var og færa þeim fréttir af öllu því helsta og nýjasta í golfheiminum. Má segja að tímaritið Kylfingur hafi verið forfari allra golffréttatímarita og golffréttavefanna 3, sem eru starfandi  á Íslandi í dag og færa íslenskum kylfingum reglulega fréttir af því helsta, sem er að gerast í heimi golfsins. En rekstur tímaritsins Kylfings gekk frá upphafi brösulega.  Reynt var að hleypa lífi í blaðið með fjárveitingu frá ÍSÍ einmitt árið sem blaðið leið undir lok, en það starfaði um tæp Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2012 | 14:00

GK: Skötuveisla í golfskála Keilis á Þorláksmessu

Á Þorláksmessu verður skötuveisla haldin í golfskála Keilis. Boðið verður upp á hádegismat kl. 11:30 og síðan aftur kl. 12:30. Vinsamlegast takið fram við bókun hvora tímasetninguna er óskað eftir. Á boðstólum er kæst skata fyrir byrjendur, sem lengra komna, saltfiskur og annað sem þarf til að koma þér í jólaskap! Húsið er öllum opið meðan húsrúm leyfir. Miðaverð er aðeins 2.900 krónur. Vinssamlegast bókið ykkur í matinn í síma 565-3360 eða hjá pga@keilir.is Gleðileg jól!!! Golfklúbburinn Keilir

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2012 | 13:30

Góð æfing Sörenstam til þess að bæta ritma, hraða og tímasetningu golfsveiflunnar – myndskeið

Charlotta Sörenstam, systir Anniku vinnur sem golfkennari í Golfakademíu systur sinnar. Hún er líka reglulega með golfkennslumyndskeið á Golf Channel þar sem hún kennir okkur hinum nokkur góð trikk. Hér má sjá eitt myndskeið um hvernig eigi að bæta ritma, hraða og tímasetningu golfsveiflunnar SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2012 | 13:15

Anthony Kim snýr ekki til keppni fyrr en í mars 2013

Bandaríski kylfingurinn Anthony Kim verður frá keppni fram til a.m.k. mars 2013 vegna meiðsla á hásin, sem hann þurfti  í aðgerð út af s.l. júní og er að jafna sig af.  Honum var sagt að hvíla vinstri fót sinn í 9-12 mánuði og kemur því í fyrsta lagi til með að keppa aftur í mars. Anthony Kim er fæddur á kvenfrelsisdaginn 19. júní 1985 og varð því 27 ára á þessu ári (á m.a. sama afmælisdag og japanska golfdrottningin Ai Miyazato!) Kim var m.a. í síðasta sigurliði Bandaríkjamanna í Rydernum 2008 og á met fyrir flesta fugla á einum hring í Masters risamótinu, en það setti hann á 2. hring Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2012 | 12:45

GOB: Einar Gestur Jónasson nýr vallarstjóri í Bakkakoti

Golfklúbbur Bakkakots hefur ráðið Einar Gest Jónasson sem nýjan vallarstjóra á Bakkakotsvelli. Einar Gestur er þrítugur Húsvíkingur og er menntaður frá Elmwood Collage í Skotlandi í stjórnun og viðhaldi á golfvelli en hann útskrifaðist þaðan árið 2005. Einar hefur víðtæka reynslu af rekstri og umhirðu 9 og 18 holu golfvalla.  Einar  hefur starfað hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar í rúm 2 ár sem aðstoðarvallarstjóri og  þar áður sem vallarstjóri á Katlavelli á Húsavík í 5 ár frá 2005 til 2010, við mjög góðan orðstír. Einar Gestur mun leiða allt faglegt starf við umhirðu vallarins ásamt því að skipuleggja og stýra framkvæmdum á fyrirhuguðum breytingum á Bakkakotsvelli.  Stefnt er að því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Alfredo Garcia Heredia – 19. desember 2012

Afmæliskylfingur dagsins er spænski kylfingurinn Alfredo Garcia Heredia. Hann er fæddur 19. desember 1981 og á því 31 árs afmæli í dag.  Hann komst í gegnum Q-school Evrópumótaraðarinnar 2010 og spilaði því á Evrópumótaröðinni 2011. Hann reyndi haustið 2011 við 2. stig Q-school PGA, en líkt og Birgir Leifur Hafþórsson, komst hann ekki í gegn – en þeir öttu m.a. kappi hvor við annan þá. Í ár, 2012, reyndi Alfredo m.a. fyrir sér á 1. stigi úrtökumóts fyrir PGA Tour í Pine Mountain, Georgíu en dró sig úr mótinu síðasta daginn. Árið 2012 hefir verið ansi dapurt en Alfredo fékk aðeins að leika í 3 mótum á Áskorendamótaröð Evrópu og besti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2012 | 11:30

Evróputúrinn: Skrímslapútt Justin Rose valið högg nóvembermánaðar – myndskeið

Justin Rose er sá eini í ár, sem á högg sem valin hafa verið oftar en 1 sinni högg mánaðarins á Evróputúrnum af golfaðdáendum í gegnum netkosningu. Sigurhögg nóvembermánaðar hlaut 75% atkvæða og var slegið á lokahring DP World Tour Championship í Dubai, þar sem Rose varð í 2. sæti á eftir heimsins besta Rory McIlroy. Sigurhöggið var reyndar pútt. „Ég vissi að þarna var um „hero eða zero“ stöðu að ræða fyrir mig.“ sagði Rose. „Ég var einu rúlli frá því að líta út eins og fáviti. Ég fékk gæsahúð. Ég hugaði að það myndi detta, en aðeins eina sekúndu.“ Púttið fór rétt framhjá en með púttinu, sem Rose Lesa meira