Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 18. 2012 | 07:30

Andri Þór og Arnór Ingi keppa á Dixie Amateur í Flórída í dag

Andri Þór Björnsson, GR  og Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR, spila í dag á 82. Dixie Amateur mótinu í Coral Springs, Flórída.

Mótið er 4 hringja, stendur dagana 18.-21. desember 2012 og skorið er niður eftir 3 hringi (54 holur).

Andri Þór fer út af 1. teig kl. 9:36 (kl. 14:36 að íslenskum tíma) og Arnór Ingi kl. 11:06 að staðartíma (kl. 16:06 að íslenskum tíma).

Golf 1 óskar þeim Andra Þór og Arnór Inga góðs gengis!!!

Til þess að fylgjast með gengi Andra Þórs og Arnós Inga SMELLIÐ HÉR: