Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 17. 2012 | 20:45

Hver er kylfingurinn: Byron Nelson? (3/4) 17. grein af 24 um „The Match“

Hér verður fram haldið kynningu á einni af 4 aðalsöguhetjum í bók Mark Frost: “The Match – The day the game of golf changed forever.” Byron Nelson var annar af 2 atvinnumönnunum (hinn var Ben Hogan, sem þegar hefir verið kynntur) sem kepptu við tvo áhugamenn í fjórleik (þ.e. Ken Venturi og Harvie Ward sem einnig hafa þegar verið kynntir til sögunnar) vegna veðmáls milljónamæringanna Eddie Lowery og George Coleman, árið 1956, en Eddie taldi að enginn gæti sigrað tvo starfsmenn sína, áhugamennina Venturi og Ward í fjórleik. Coleman tók veðmálinu og mætti með þá Ben Hogan og Byron Nelson, sem er líkt og hann hefði mætt með Rory McIlroy og Luke Donald til að keppa við einhverja áhugamenn í dag.

Kynningin á Byron Nelson verður í 4 hlutum og fer 3. hlutinn hér í kvöld:

Met Byron Nelson um að hafa á ferli sínum komist í gegnum 113 niðurskurði er í 2. sæti á eftir 142 niðurskurðarmeti Tiger. PGA Tour skilgreinir „niðruskurð“ sem svo að kylfingur verði að hafa hlotið tékk þ.e. að kylfingur hafi komist í gegn jafnvel þótt ekkert hafi verið skorið niður.

Á tímum Byron Nelson hlutu aðeins 20 efstu í mótum tékk. Þannig að afrek Nelson um 113 niðurskurði sem hann nái hefir enginn leikið eftir, þ.e. að hafa 113 sinnum verið meðal 20 efstu í móti.

Dauðinn og goðsögnin Byron Nelson

Byron Nelson dó þriðjudaginn 26. september 2006.  Skv. fjöskylduvini þá dó Byron Nelson á heimili sínu í Roanoak í Texas að hádegi. Kona hans, Peggy, lifði hann sem og systir hans Margaret Ellen Sherman og bróðirinn Charles, sem þá var orðinn professor emeritus í Abilene Christian University, þar sem Byron Nelson var í stjórn og styrktaraðili skólans.

Byron Nelson hitti seinni konu sína, Peggy Simmons, þegar hún var sjálfboðaliði í Bogie Busters frægra kylfinga mótinu í Dayton, Ohio, 1985. Byron Nelson var oft nefndur „Lord Byron,“ eftir enska skáldinu, en þá var verið að vísa til herramannslegrar framkomu Byron og þetta viðurnefni gaf blaðamaðurinn O.B Keeler frá Atlanta.  Í mörgum minningargreinum um Byron Nelson var vísað til þessa viðurnefnis hans.

Byron Nelson átti mörg góð ár sem golffréttamaður í sjónvarpi. Byron Nelson lék stórt hlutverk í því að þróa Tom Watson, fyrirliða bandaríska Ryder Cup liðsins 2014, sem heimsklassakylfings kringum 1970.

Byron Nelson var útnefndur 5. besti kylfingur allra tíma af Golf Digest árið 2000. Á þessum lista var Jack Nicklaus í 1. sæti, keppnautar Byron, Ben Hogan og Sam Snead voru í 2. og 3. sæti og Bobby Jones var í 4. sæti.

Sports Illustrated hins vegar taldi hann 7. besta kylfing allra tíma á eftir Nicklaus, Tiger, Jones, Hogan Snead og Arnold Palmer.

„Iron Byron“ vélin eða vélmennið sem notað er af opinberum aðilum í golfinu og framleiðendum til þess að bera saman og testa golfbolta, þ.e. hvort þeir fullnægi ákveðnum stöðlum, var nefnd eftir Byron Nelson til heiðurs stöðugleika sveiflu hans.

Heimild: Wikipedia