Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 18. 2012 | 23:59

Hver er kylfingurinn: Byron Nelson? (4/4) 18. grein af 24 um „The Match“

Hér verður fram haldið kynningu á einni af 4 aðalsöguhetjum í bók Mark Frost: “The Match – The day the game of golf changed forever.” Byron Nelson var annar af 2 atvinnumönnunum (hinn var Ben Hogan, sem þegar hefir verið kynntur) sem kepptu við tvo áhugamenn í fjórleik (þ.e. Ken Venturi og Harvie Ward sem einnig hafa þegar verið kynntir til sögunnar) vegna veðmáls milljónamæringanna Eddie Lowery og George Coleman, árið 1956, en Eddie taldi að enginn gæti sigrað tvo starfsmenn sína, áhugamennina Venturi og Ward í fjórleik. Coleman tók veðmálinu og mætti með þá Ben Hogan og Byron Nelson, sem er líkt og hann hefði mætt með Rory McIlroy og Luke Donald til að keppa við einhverja áhugamenn í dag.

Kynningin á Byron Nelson verður í 4 hlutum og fer 4. og síðasti hlutinn hér á eftir og fjallar um þær viðurkenningar honum voru veittar eftir dauða sinn:

State Highway 114 Business í Roanoke, Texas var nefnd Byron Nelson Boulevard, til þess að heiðra heimili Nelson og nafni götunnar, sem hann bjó í var breytt í Eleven Straight Lane til að heiðra metið sem hann setti árið 1945, þegar hann vann 11 mót í röð á PGA Tour.

Í Irving, Texas er gata við hlið  the Four Seasons Resort and Club, þar sem HP Byron Nelson Championship er spilað á hverju ári, sem heitir Byron Nelson Lane.

Gata í Southlake, Texas var nefnd til að heiðra minningu þessa eins þekktasta sonar Texas, Byron Nelson Parkway, sem og önnur gata í McAllen, Texas.

Þann 16. október 2006 samþykkti George W. Bush HR 4902 en við það hlaut Byron Nelson gullmedalíu Bandaríkjaþings, sem er jafnframt æðsta viðurkenning bandaríksa löggjafans. Í þingsályktuninni segir m.a. að viðurkenninginn sem veitt vegna verulegs framlags Nelson til golfíþróttarinnar, sem leikmanns, kennara og fréttamanns.“

Þingmaðurinn Michael C. Burgess (R-TX) reyndi að koma þingsályktuninni í gegn 8. mars 2006 vel fyrir dauða Byron Nelson. Það var ekki fyrr en með þingsályktun Öldungardeildarinnar nr. 602 sem  Byron Nelson var minnst (ens. memorialized) 29. september 2006.

Þann 23. apríl 2007 var nefndi Northwest Independent School District annan af tveimur menntaskólum sínum The Byron Nelson High School. Þetta var fyrsti menntaskólinn sem nefndur var eftir Byron Nelson til minningar um hann og hóf hann starfsemi 2009. Menntaskólinn er í Trophy Club, Texas, nálægt heimabæ Byron Nelson í Texas,  Roanoke.

Heimild: Wikipedia