Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 18. 2012 | 10:30

Viðtal við Ian Poulter

Á Sky Sports er skemmtilegt viðtal við Ian Poulter svona í lok ársins 2012, sem lyfti honum upp í stöðu súperstjörnu eftir frábæran árangur hans á Ryder bikarnum í Medinah.

Ian Poulter er þekktur fyrir að vera einn af ástríðufyllstu kylfingum leiksins og átti einn stærsta þátt í sigri Ryder bikars liðs Evrópu í Medinah.

Þegar staðan var 10-4 fyrir Bandaríkin hreinlega URÐU síðustu tveir fjórboltaleikirnir að vinnast.  Luke Donald og Sergio Garcia unnu þá Tiger Woods og Steve Stricker og nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy og Ian Poulter tryggðu dýrmætan 6. vinninginn á laugardeginum.

Og síðan tvímenningsleikirnir á sunnudeginum….. þar var golfsagan skrifuð.

Á sunnudeginum vann Ian Poulter leik sinn gegn Webb Simpson og það varð m.a. til þess að Evrópa vann epískan sigur með 14 1/2 vinning gegn 13,5 vinningum Bandaríkjanna, en viðsnúningurinn úr gjörtapaðri stöðu í sigur gengur nú undir nafninu „Kraftaverkið í Medinah.“

Poulter var búinn að eiga ágætis ár, m.a. í risamótunum, en hann varð í 7. sæti á The Masters, í 9. sæti á Opna breska og í 3. sæti á PGA Championship og uppfullur af sjálfstrausti eftir sigrana í Ryder bikarnum lauk hann æðislegu keppnistímabili sínu með sigri á WGC-HSBC Champions  í Kína. Með sigrinum varð hann eini kylfingurinn frá Evrópu sem sigrað hefir oftar en 1 sinni í WGC mótum.

Fatalína Poulter IJP hefir ekkert nema verið á uppleið þannig að allt í allt hefir 2012 verið Ian Poulter, sem endaði árið í 12. sæti heimslistans, gott.

Í viðtali við Sky Sports talar Poulter um frábært ár sinn.  Hér fer hluti úr viðtalinu í lauslegri íslenskri þýðingu:

Sky Sports: Hæ Ian. Byrjum á frammistöðu þinni í Ryder bikarnum. Hefir þú haft tækifæri til að halla þér aftur og líta yfir farinn veg?

Ian Poulter: Fyrsta tækifærið sem ég fékk á að horfa á Ryderinn í Medinah var fyrir nokkrum vikum á hótelherberginu míni í World Challenge í Kaliforníu. Ég horfði á báða daganna (á laugardag og sunnudag) og jafnvel bara með því að horfa á það fékk ég gæsahúð og adrenalínið fór á fleygiferð.

Sky Sports: Paul McGinley sagði að þú hefðir komið fram með ágætis setningu í mótinu – „strákar, við erum með púls“ – eftir að þú blést lífi í vonir Evrópu á laugardeginum. Hversu mikilvægir voru þessir tveir síðustu leikir á laugardeginum?

Ian Poulter: Ég held að þessir síðustu tveir leikir á laugardeginum hafi verið viðsnúningurinn. Eftir að hafa verið 10-4 undir og á leið í einn af verstu ósigrum í sögunni, þá endurlífgaðist liðið við vinningana 2 og við fórum að hugsa 10-6, bíðum við…. við eigum enn tækfiæri að ná þessu!

Sky Sports: Hvernig varstu fær um að hafa stjórn á adrenalíninu þegar þú fékkst þessa eftirminnilegu 5 fugla. Við sáum öll augu þín fara úr augntóftunum þannig að greinilega fannstu fyrir þessu.

Ian Poulter:  Ég er adrenalín fíkill – það er svo frábær tilfinning, ég held að ég fagni því bara og aukaeinbeitingunni sem það veitir manni. Ég reyni að notafæra mér það mér til framdráttar, meðan að aðrir furða upp.

Sky Sports: Var það eitthvað augnablik á laugardeginum, sem þú varst hræddur um að þetta yrði bara ekki vika liðs Evrópu?

Ian Poulter: Ef ég á að vera heiðarlegur þá leit þetta ekkert allt of vel út en ég hef horft á mörg Ryder bikar mót og hef spilað í nokkrum Ryder bikars liðum og ég veit allt of vel hversu fljótt hlutirnir eru að breytast …. til hins betra eða verra…. þannig að gefast upp eða tapa einbeitingunni var aldrei í boði.

Sky Sports: Hversu skemmtilegt var að vera á teig á eftir Bubba Watson og áhorfendur fögnuðu þegar þú slóst teighöggið?

Ian Poulter:  Við töluðum um adrenalín aðeins fyrr…. þetta var hámarkið og eina skiptið sem maður slær svona golfhögg við þessar aðstæður. Þetta var mjög skemmtilegt og guði sé lof sló Justin (Rose) frábært annað högg á eftir þannig að við vorum í góðri stöðu fyrir fugl á fyrstu!

Sky Sports: Gætirðu ímynda þér Monty að gera það sama?!

Ian Poulter: Ég er ekki viss um hvort þetta sé stíll Monty, en hann var goðsögn sem leikmaður í Ryder bikarnum!

Sky Sports:  Þegar þú sást hvernig dregið hafði verið í tvímenningsleikjunum, jók það vonir þínar um að þið mynduð sigra?

Ian Poulter: Mér fannst svo sannarlega að þetta hefði farið býsna vel og gaf okkur tækifæri á nokkrum sigrum, en ég var ekkert of vongóður. Allir kylfingarnir í báðum liðum eru frábærir eins og sést á stöðu þeirra á heimslistanum. Ég hugsa að allir 24 kylfingar hafi verið á topp-35 á heimslistanum þanig að ég vissi að hver leikur yrði erfiður.

Sky Sports: Eftir frábæra frammistöðu þína í Medinah fannst þér að þú ættir möguleika á að ljúka keppnistímabilinu sterkt?

Ian Poulter: Ég var búinn að spila vel allt árið, líklega er þetta stöðugasta tímabil ferilsins og það sem gerðist í Rydernum staðfesti að ég stenst pressu og get keppt gegn þeim bestu. Þannig að það jók sjálfstraust mitt í lok árs.

Sky Sports: Þegar horft er til ársins 2013 hver eru markmið þín?

Ian Poulter: Þau eru þau sömu og þau hafa alltaf verið, að vinna mikið, keppa og sigra í golfmótum og skemmta mér. Ef ég get haldið einbeitingunni og mómentinu frá Rydernum þá held ég að 2013 muni verða frábært ár!

Sky Sports: Burt séð frá Augusta, hvernig telur þú að þér muni ganga í risamótum ársins 2013?

Ian Poulter: Í allri hreinskilni, ég hef ekki einu sinni hugsað um það. Ég veit að ef ég hef stjórn á leik mínum get ég spilað hvað golfvöll sem er vel. Vonandi spila ég vel á risamótunum!

Sky Sports: Hvað finnst þér um bannið á magapútterum og kústsköftum og hefir þú prófað þá?

Ian Poulter: Ég hef aldrei verið talsmaður langra púttera og hef aldrei notað slíka. Ég held ekki að það sé í anda leiksins og það tekur svolítið af taugatitringnum úr púttstrokunni að nota þá.

[…]

Sky Sports: Að lokum hvert er leyndarmál þitt af því að halda hlutverkum þínum sem eiginmanns, föður, viðskiptamanns og atvinnukylfings á heimsflakki í jafnvægi?

Ian Poulter: Ég reyni að vera skilvirkur í tímastjórnun en aðallega er ég bara heppinn að hafa frábært fólk í kringum mig.