
Anthony Kim snýr ekki til keppni fyrr en í mars 2013
Bandaríski kylfingurinn Anthony Kim verður frá keppni fram til a.m.k. mars 2013 vegna meiðsla á hásin, sem hann þurfti í aðgerð út af s.l. júní og er að jafna sig af. Honum var sagt að hvíla vinstri fót sinn í 9-12 mánuði og kemur því í fyrsta lagi til með að keppa aftur í mars.
Anthony Kim er fæddur á kvenfrelsisdaginn 19. júní 1985 og varð því 27 ára á þessu ári (á m.a. sama afmælisdag og japanska golfdrottningin Ai Miyazato!)
Kim var m.a. í síðasta sigurliði Bandaríkjamanna í Rydernum 2008 og á met fyrir flesta fugla á einum hring í Masters risamótinu, en það setti hann á 2. hring þegar hann fékk 11 fugla í Masters mótinu 2009 og sló þar með fyrra met Nick Price.
Meiðsl hans á hásininni koma í kjölfar meiðsla á þumalfingri. Það er vonandi að hann jafni sig sem fyrst og nái að spila sig inn í lið Watsons í Rydernum 2014 því Kim er lítríkur og skemmtilegur kylfingur og aldrei að vita hvað Bandaríkjamenn gera þegar þeir mæta með sitt sterkasta lið!
- janúar. 28. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2023)
- janúar. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2023
- janúar. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bjarni Benediktsson – 26. janúar 2023
- janúar. 25. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sjöfn Har, Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2023
- janúar. 24. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingunn Einarsdóttir – 24. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 06:00 PGA: Xander Schauffele með fyrsta albatrossinn á ferlinum á AmEx Open
- janúar. 23. 2023 | 05:15 Hvað var í sigurpoka Brooke Henderson?
- janúar. 23. 2023 | 05:00 PGA: Rahm rúllaði upp AmEx Open
- janúar. 22. 2023 | 22:40 Champions: Stricker sigraði í Hawaii
- janúar. 22. 2023 | 22:30 LPGA: Sigur Brooke Henderson öruggur á Hilton Grand Vacations TOC!!!
- janúar. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sigurbjörn Sigfússon og Unnur Ólöf Halldórsdóttir – 22. janúar 2023
- janúar. 22. 2023 | 14:45 Evróputúrinn: Victor Perez sigraði á Abu Dhabi HSBC meistaramótinu
- janúar. 21. 2023 | 23:59 LPGA: Brooke Henderson leiðir á Hilton Grand Vacations TOC f. lokahringinn
- janúar. 21. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2023)