Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2012 | 11:30

Evróputúrinn: Skrímslapútt Justin Rose valið högg nóvembermánaðar – myndskeið

Justin Rose er sá eini í ár, sem á högg sem valin hafa verið oftar en 1 sinni högg mánaðarins á Evróputúrnum af golfaðdáendum í gegnum netkosningu.

Sigurhögg nóvembermánaðar hlaut 75% atkvæða og var slegið á lokahring DP World Tour Championship í Dubai, þar sem Rose varð í 2. sæti á eftir heimsins besta Rory McIlroy. Sigurhöggið var reyndar pútt.

„Ég vissi að þarna var um „hero eða zero“ stöðu að ræða fyrir mig.“ sagði Rose. „Ég var einu rúlli frá því að líta út eins og fáviti. Ég fékk gæsahúð. Ég hugaði að það myndi detta, en aðeins eina sekúndu.“

Púttið fór rétt framhjá en með púttinu, sem Rose setti niður aðeins cm frá holu gat hann skrifað undir kort með skor upp á 62 högg og setti nýtt vallarmet á Jumeirah Golf Estates vellinum í Dubaí.  Högg septembermánaðar var annað glæsipútt Rose, sem átti sinn þátt í „Kraftaverkinu í Medinah,“ í Rydernum.

Aðrir, hvers högg hafa verið valinn högg mánaðarins á Evróputúrnum eru:  Sergio Garcia (janúar), Martin Kaymer (febrúar), Paul Casey (mars), Louis Oosthuizen (april), Luke Donald (maí), Pádraig Harrington (júní), Ian Poulter (júlí),  Richie Ramsay (ágúst), Justin Rose (september og nóvember) og Shane Lowry (október).  Þeir keppa síðan innbyrðis um hver á högg ársins.

Sjá má högg nóvembermánaðar á Evróputúrnum, skrímslapútt Justin Rose, sem stoppaði aðeins 1 cm frá holu með því að SMELLA HÉR: