Andri Þór í 2. sæti og Arnór Ingi í 12. sæti af 240 keppendum á Dixie Amateur í Flórida
Andri Þór Björnsson, GR og Arnór Ingi Finnbjörnsson GR, taka þátt í Dixie Amateur Championship, sem hófst í gær í Coral Springs, í Flórída.
Þetta er stórt og fremur sterkt 72 holu mót (skorið niður eftir 54),sem gefur mörg stig á heimslista áhugamanna.
Þátttakendur eru 240 og spilað er á völlum 3 klúbba: Heron Bay Golf Club, Palm-Aire Country Club og Woodlands Country Club.
Það er því einstaklega glæsilegur árangur hjá Andra Þór að deila 2. sæti með öðrum kylfing, Derek Oland frá McKinney, Texas. Þegar mótð er hálfnað Andri Þór er búinn að leika báða hringi á 68 höggum, sem var 4 undir pari á Heron Bay golfvellinum í gær og á 3 undir pari á Palm Aire golfvellinum í dag, eða samtals 7 undir pari.
Arnór Ingi lék mjög vel í dag. Hann var á á 1 yfir pari, 73 höggum á West Course í Woodlands Country Club í gær en í dag spilaði hann á Heron Bay golfvellinum og var á 4 undir pari, 68 höggum og er því samtals 3 undir pari.
Golf 1 óskar Andra Þór og Arnóri Inga áframhaldandi góðs gengis á Dixie Amateur!!!
Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Dixie Amateur SMELLÐ HÉR:
- janúar. 20. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Silja Rún Gunnlaugsdóttir – 20. janúar 2021
- janúar. 20. 2021 | 10:00 Paulina Gretzky talar um samband sitt við DJ
- janúar. 20. 2021 | 09:30 Thorbjørn Olesen með Covid-19
- janúar. 20. 2021 | 07:30 Spurning hvort Olympíuleikarnir fari fram 2021?
- janúar. 20. 2021 | 07:00 Haraldur Júlíusson látinn
- janúar. 20. 2021 | 06:00 GM: 40 ár frá stofnun GKJ
- janúar. 19. 2021 | 19:00 GA: Veigar hlaut háttvísibikarinn 2020
- janúar. 19. 2021 | 18:00 Paige Spiranac segir Tiger ekkert skrímsli þrátt fyrir framhjáhald
- janúar. 19. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tommy Fleetwood – 19. janúar 2021
- janúar. 19. 2021 | 10:00 PGA: Jon Rahm dregur sig úr móti vikunnar
- janúar. 18. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðný María Guðmundsdóttir – 18. janúar 2021
- janúar. 18. 2021 | 12:00 Hver er kylfingurinn: Kevin Na?
- janúar. 18. 2021 | 01:30 PGA: Na sigraði á Sony Open
- janúar. 18. 2021 | 00:01 Thomas missir Ralph Lauren sem styrktaraðila
- janúar. 17. 2021 | 21:00 GA: Lárus Ingi kylfingur ársins 2020