Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2012 | 23:55

Andri Þór í 2. sæti og Arnór Ingi í 12. sæti af 240 keppendum á Dixie Amateur í Flórida

Andri Þór Björnsson, GR og Arnór Ingi Finnbjörnsson GR, taka þátt í Dixie Amateur Championship, sem hófst í gær í Coral Springs, í Flórída.

Þetta er stórt og fremur sterkt 72 holu mót (skorið niður eftir 54),sem gefur mörg stig á heimslista áhugamanna.

Þátttakendur eru 240 og spilað er á völlum 3 klúbba: Heron Bay Golf Club,  Palm-Aire Country Club og  Woodlands Country Club.

Það er því einstaklega glæsilegur árangur hjá Andra Þór  að deila 2. sæti með öðrum kylfing, Derek Oland frá McKinney, Texas. Þegar mótð er hálfnað Andri Þór er búinn að leika báða hringi á 68 höggum, sem var 4 undir pari á Heron Bay golfvellinum í gær og á 3 undir pari á Palm Aire golfvellinum í dag, eða samtals 7 undir pari.

Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR. Mynd: Golf 1.

Arnór Ingi lék mjög vel í dag. Hann var á á 1 yfir pari, 73 höggum á West Course í Woodlands Country Club í gær en í dag spilaði hann á Heron Bay golfvellinum og var á 4 undir pari, 68 höggum og er því samtals 3 undir pari.

Golf 1 óskar Andra Þór og Arnóri Inga áframhaldandi góðs gengis á Dixie Amateur!!!

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Dixie Amateur SMELLÐ HÉR: