
Afmæliskylfingur dagsins: Alfredo Garcia Heredia – 19. desember 2012
Afmæliskylfingur dagsins er spænski kylfingurinn Alfredo Garcia Heredia. Hann er fæddur 19. desember 1981 og á því 31 árs afmæli í dag. Hann komst í gegnum Q-school Evrópumótaraðarinnar 2010 og spilaði því á Evrópumótaröðinni 2011. Hann reyndi haustið 2011 við 2. stig Q-school PGA, en líkt og Birgir Leifur Hafþórsson, komst hann ekki í gegn – en þeir öttu m.a. kappi hvor við annan þá.
Í ár, 2012, reyndi Alfredo m.a. fyrir sér á 1. stigi úrtökumóts fyrir PGA Tour í Pine Mountain, Georgíu en dró sig úr mótinu síðasta daginn. Árið 2012 hefir verið ansi dapurt en Alfredo fékk aðeins að leika í 3 mótum á Áskorendamótaröð Evrópu og besti árangurinn í raun á fjórða mótinu sem hann spilaði í þ.e. úrtökumót á 1. stigi fyrir Evrópumótaröðina í Ribagolfe, en þar varð Alfredo T-37 og komst ekki áfram. Ef Alfredo er borinn saman við Birgi Leif í ár, þá fékk Birgir Leifur þó að spila á 4 mótum á Áskorendamótaröðinni, komst í gegnum 1. stig úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina í Bogogno en datt út á 2. stigi.
Alfredo Garcia Heredia, þessi 1,85 m hái og 89 kg þungi kylfingur kemur úr mikilli golffjölskyldu í Gijon og getur beðið einhvern af 10 af nánustu skyldmennum sínum í Gijon að spila æfingahring við sig, þ.á.m. frænda sinn, sem kynnti hann fyrir sportinu þegar Alfredo var 14 ára.
Helstu áhugamál Alfredo utan golfsins eru veiðar og fótbolti.
Alfredo gerðist atvinnumaður í golfi árið 2005.
Hann var meðal þeirra síðustu inn á Evróputúrinn 2008 (32. sæti) og spilaði vel keppnistímabilið 2009, varð m.a. í 4. sæti á Open de España, 2009. Árið 2010 gekk ekki eins vel og varð Alfredo eins og áður segir að fara aftur í Q-school og fékk sem sagt kortið sitt fyrir 2011.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Rick Pearson, 19. desember 1958 (54 ára); Chris Greatrex, 19. desember 1963 (49 ára); Lorie Kane, 19. desember 1964 (48 ára); Wendy Miles, 19. desember 1970 (42 ára) …. og …..
-
Davíð Már (32 ára)
-
Gaflarinn Hellisgerði (62 ára)
-
Saevar Petursson (38 ára)
-
Sigfús Örn Óttarsson (45 ára)
-
Arnheiður Ásgrímsdóttir (56 ára)
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- janúar. 22. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Brynjar Kristinsson – 22. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 12:00 Cheyenne Woods í kaddýstörfum fyrir kærastann
- janúar. 22. 2021 | 11:58 Brooke Henderson endurnýjar samning við PING
- janúar. 22. 2021 | 10:00 PGA: Hagy sem kom í stað Jon Rahm leiðir e. 1. dag American Express
- janúar. 22. 2021 | 08:00 LPGA: Kang í forystu e. 1. dag Diamond Resorts TOC
- janúar. 21. 2021 | 19:30 Evróputúrinn: Rory efstur e. 1. dag í Abu Dhabi
- janúar. 21. 2021 | 18:00 Tiger ekkert of hrifinn af nýrri heimildarmynd um sig
- janúar. 21. 2021 | 15:49 Afmæliskylfingur dagsins: Davíð og Jónas Guðmundssynir og Rósa Ólafsdóttir – 21. janúar 2021
- janúar. 21. 2021 | 10:00 Orð Justin Thomas eftir að Ralph Lauren rifti styrktarsamningi við hann
- janúar. 20. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Silja Rún Gunnlaugsdóttir – 20. janúar 2021
- janúar. 20. 2021 | 10:00 Paulina Gretzky talar um samband sitt við DJ
- janúar. 20. 2021 | 09:30 Thorbjørn Olesen með Covid-19
- janúar. 20. 2021 | 07:30 Spurning hvort Olympíuleikarnir fari fram 2021?
- janúar. 20. 2021 | 07:00 Haraldur Júlíusson látinn
- janúar. 20. 2021 | 06:00 GM: 40 ár frá stofnun GKJ