
Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Marina Stütz – (14. grein af 27)
Í dag verður fram haldið að kynna þær 6 stúlkur, sem deildu 11. sætinu á lokaúrtökumóti Q-school á Daytona Beach dagana 28. nóvember – 2. desember 2012 og flugu inn á LPGA.
Í gær var þýska stúlkan Caroline Masson og þar áður bandaríski kyfingurinn Brooke Pancake. Í dag verður Marina Stütz frá Austurríki kynnt og fram haldið næstu daga með Austin Ernst, Kim Welch og Kaylu Mortellaro.
Marina Stütz er 19 ára frá Linz í Austurríki. Til þess að sjá viðtal við Marinu eftir lokahring í lokaúrtökumóti LPGA SMELLIÐ HÉR:
Marina hefir m.a. komið hingað til lands; á vallarmetið af bláum teigum á Strandarvelli, Hellu, en hún lék þar á 67 höggum í Icelandic Junior Masters árið 2009.
Önnur mót sem Marina hefir tekið þátt í eru: Harder German Junior Masters (í Þýskalandi); The US Junior Masters (í Bandaríkjunum) og Gate American Junior a WJGS Event (USA).
Nú í sumar spilaði Marina í fyrsta sinn í British Women´s Open risamótinu, sem áhugamaður.
Marina er í 10. sæti á heimslista áhugamanna (þ.e. kvenna – með 3,3 í fgj.) Heima í Austurríki er hún í golfklúbbi Kitzbühel.
Marina komst inn á LPGA mótaröðina – sterkustu mótaröð kvenna í heimi í fyrstu tilrun.
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023