
Rekstur Kylfings gekk illa
Allt frá því að Golfklúbbur Íslands var stofnaður fyrstur allra golfklúbba hér á landi árið 1935 var gefið út tímarit, til þess að kynna Íslendingum þessa nýju íþrótt, sem golfið var og færa þeim fréttir af öllu því helsta og nýjasta í golfheiminum.
Má segja að tímaritið Kylfingur hafi verið forfari allra golffréttatímarita og golffréttavefanna 3, sem eru starfandi á Íslandi í dag og færa íslenskum kylfingum reglulega fréttir af því helsta, sem er að gerast í heimi golfsins.
En rekstur tímaritsins Kylfings gekk frá upphafi brösulega. Reynt var að hleypa lífi í blaðið með fjárveitingu frá ÍSÍ einmitt árið sem blaðið leið undir lok, en það starfaði um tæp 20 ára skeið til ársins 1953.
Þetta og annað fróðlegt má lesa í „Golf á Íslandi“ glæsilegu 2 binda stórvirki þeirra Steinars J. Lúðvíkssonar og Gullveigar Sæmundsdóttur, sem ætti að vera skyldulesning allra kylfinga á Íslandi!
- janúar. 17. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birnir Valur Lárusson – 17. janúar 2021
- janúar. 17. 2021 | 07:00 PGA: Brendan Steele leiðir f. lokahringinn á Sony Open
- janúar. 16. 2021 | 20:00 Eru Phil og Tiger vinir?
- janúar. 16. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2021)
- janúar. 16. 2021 | 19:30 DeChambeau forðast að ræða tengsl sín við Trump
- janúar. 16. 2021 | 18:00 Ingi Þór Hermannsson heiðraður á Íþróttahátíð Garðabæjar
- janúar. 16. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Kristján Þór Gunnarsson – 16. janúar 2021
- janúar. 16. 2021 | 08:00 PGA: Taylor tekur forystuna í hálfleik
- janúar. 15. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sirrý Hallgríms — 15. janúar 2021
- janúar. 15. 2021 | 09:00 PGA: 3 efstir & jafnir e. 1. dag Sony Open
- janúar. 15. 2021 | 08:00 Angel Cabrera handtekinn af Interpol í Brasilíu
- janúar. 14. 2021 | 20:49 Svar Kevin Kisners við því hvort hann geti sigrað hvar sem er
- janúar. 14. 2021 | 20:00 PGA: Pebble Beach mótið spilað án áhugamannanna vegna Covid
- janúar. 14. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Henriksen og Gunnar Smári Þorsteinsson – 14. janúar 2021
- janúar. 14. 2021 | 10:00 GSÍ: Reglur varðandi framkvæmd æfingar og keppni á Covid tímum