Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2012 | 15:30

Golf er ekki hættulaust – það eru margar orsakir slysa

Nú fyrir jólin kom út glæsilegt 800 bls. ritverk þeirra Steinars J. Lúðvíkssonar og Gullveigar Sæmundsdóttur, Golf á Íslandi, í tveimur bindum, í tilefni af 70 ára afmæli Golfsambands Íslands. Í verkinu eru m.a. margar skemmtiegar sögur og frásagnir dagblaða af kylfingum allt frá því fyrsti golfklúbburinn var stofnaður hér á landi, 1935. Golf á Íslandi fæst í öllum helstu bókabúðum og er vonandi að sem flestir kylfingar fái þetta eigulega ritverk í jólapakkann!!! Hér fer frásögn í „Golf á Íslandi“ 1. tbl. 10. árg. 1999, af samantekt Brynjólfs Mogensen, yfirlæknis bæklunarlækningadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur, þar sem tæpt er á rannsóknum sem hann gerði á golfáverkum um tveggja ára skeið 1997-1998. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Walter Hagen, Ásdís Olsen og Gísli Sváfnisson – 21. desember 2012

Afmæliskylfingar dagsins eru Walter Hagen,  Ásdís Olsen og Gísli Sváfnisson. Gísli Sváfnisson er fæddur 21. desember 1952 og á því 60 ára stórafmæli í dag. Gísli er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) og hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum  með góðum árangri. T.d. varð hann í 1. sæti í punktakeppni á Spanish Open, styrktarmóti þeirra Ólafs Más Sigurðssonar og Þórðar Rafns Gissurarsonar, þ. 28. ágúst 2011. Þar fékk hann 42 punkta og varð sem segir efstur af 195 keppendum mótsins, sem luku leik. Í sumar tók Gísli m.a. þátt í Liverpool Open í Oddinum 11. ágúst s.l. Gísli er kvæntur Guðrúnu Björgu Guðmundsdóttur og eiga þau tvö börn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2012 | 23:59

„The Match“ – 20. grein af 24

Nú hafa 4 aðalsöguhetjur í bók Mark Frost: “The Match – The day the game of golf changed forever, ” verið kynntar til sögunnar; þ.e. Ken Venturi, Harvie Ward, Ben Hogan og nú síðast Byron Nelson. Þessir 4 kylfingar kepptu í fjórleik vegna veðmáls milljónamæringanna Eddie Lowery og George Coleman, árið 1956, en Eddie taldi að enginn gæti sigrað tvo starfsmenn sína, áhugamennina Venturi og Ward í fjórleik. Coleman tók veðmálinu og mætti með þá Ben Hogan og Byron Nelson, sem er líkt og hann hefði mætt með Rory McIlroy og Luke Donald til að keppa við einhverja áhugamenn í dag. Þetta er í stuttu máli innihald bókarinnar „The Match“ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2012 | 23:55

Andri Þór og Arnór Ingi komust í gegnum niðurskurð í Flórída!

Andri Þór Björnsson, GR og Arnór Ingi Finnbjörnsson GR, sem taka þátt í Dixie Amateur Championship og fer fram í Coral Springs, Flórída komust í dag báðir í gegnum niðurskurð og fá að spila lokahringinn á morgun. Þetta er stórt og fremur sterkt 72 holu mót (skorið niður eftir 54),sem gefur mörg stig á heimslista áhugamanna. Þátttakendur voru 240 og spilað er á völlum 3 klúbba: Heron Bay Golf Club,  Palm-Aire Country Club og  Woodlands Country Club. Aðeins 73 komust komust í gegnum niðurskurð, sem miðaður var við 5 yfir pari. Andri Þór er samtals búinn að spila á 5 undir pari (68 68 74). Hann deilir 12. sæti eftir 3. dag og er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2012 | 19:25

Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Austin Ernst – (15. grein af 27)

Í kvöld verður fram haldið að kynna eina af þeim 6 stúlkum, sem deildu 11. sætinu á lokaúrtökumóti Q-school á Daytona Beach dagana 28. nóvember – 2. desember 2012 og flugu inn á LPGA. Í dag verður bandaríski kylfingurinn Austin Ernst kynnt: Austin Ernst fæddist 31. janúar 1992 í Greenville, Suður-Karólínuog varð því 20 ára í ár. Foreldrar henanr eru Mark og  Melanie Ernst. Pabbi Austin er PGA golfkennari í Cross Creek Plantation og spilaði m.a. í bandaríska háskólagolfinum með liði Furman (sem Ingunn Gunnarsdóttir, GKG stundar nám við og spilar með golfliðinu. Bróðir Austin, Drew spilaði með golfliði Coastal Carolina (sama skóla og Dustin Johnson var í. Austin lagði stund á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2012 | 18:30

Berið saman sveiflur Rory og Tiger – myndskeið

„Það eru vísbendingar um að sveifla Tiger sé orðin tæknilegri,“  Jim McLean, golfkennari. Tiger Woods hefir tekið framförum frá óstrúktúreruðum unglingnum sem kom til Butch Harom 17 ára. Það er gaman að sjá kraftmikla sveiflu hans í slomo (enskt slangur: slow motion þ.e. sýnt á hægum hraða). Til þess að sjá sveiflu Rory McIlroy á hægum hraða  SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá sveiflu Rory & Tiger hlið við hlið þ.e. samanburðarmyndskeið á sveiflum þeirra  SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2012 | 16:30

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Richard McEvoy og Edoardo de la Riva (17. og 18. grein af 28)

Hér verður haldið áfram að kynna þá 5 stráka sem deildu 9. sætinu á lokaúrtökumóti Q-school á Evrópumótaröðinni sem fram fór dagana 24. – 29. nóvember s.l.  Nú þegar hafa Matteo Delpodio og Matthew Dixon verið  kynntir og nú eru  Richard McEvoy og Edoardo de la Riva næstir. 1. Richard McEvoy er fæddur 13. júní 1979 í Shoeburyness á Englandi.  McEvoy byrjaði í golfi eftir að vinur pabba h . ans sem var golfkennari gaf honum kylfur 8 ára gamall, en McEvoy reyndist mjög hæfileikaríkur unglingur. Hann var í sigurliði Breta og Íra í Walker Cup og vann Q-school Evrópumótaraðarinnar 2003 en hélt ekki kortinu sínu 2004. Hann fékk aftur spilaréttindi sín í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2012 | 15:00

Golfútbúnaður: Nýi TaylorMade R1 dræverinn

Þetta er tímabilið þar sem golfútbúnarframleiðendur kynna nýjar línur, sem ætlað er að koma á markað fyrri part árs 2013. Nýjasta línan frá TaylorMade heitir R1. Þetta virðist vera uppfærsla á TaylorMade R11, en reynt er að ganga lengur hvað varðar aðlaganleika (ens. adjustability) og haldið er í hvíta litinn á kylfunni, sem er orðin þekkt á golfvöllum um allan heim. Hægt verður að stilla fláann á kylfunni á bilinu 8-12° og 3 gráður í báðar áttir eftir því hvort ætlunin er að hafa kylfuna lokaða eða opna. Hér má sjá kynningarmyndskeið á nýja R1 drævernum SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2012 | 13:00

Golf: Þeir sem byrja hætta aldrei

Nú fyrir jólin kom út glæsilegt 800 bls. ritverk þeirra Steinars J. Lúðvíkssonar og Gullveigar Sæmundsdóttur, Golf á Íslandi, í tveimur bindum, í tilefni af 70 ára afmæli Golfsambands Íslands. Í verkinu eru m.a. margar skemmtiegar sögur og frásagnir dagblaða af kylfingum allt frá því fyrsti golfklúbburinn var stofnaður hér á landi, 1935. Golf á Íslandi fæst í öllum helstu bókabúðum og er vonandi að sem flestir kylfingar fái þetta eigulega ritverk í jólapakkann!!! Hér fer skemmtilegt brot úr bókinni þar sem Dr. med Halldór Hansen er í viðtali við Morgunblaðið 7. maí 1939: „- Og hvaða íþróttir álítið þér heppilegastar? – Tvímælalaust allar útiíþróttir fyrst og fremst. Þær eru Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jennifer Song – 20. desember 2012

Það er Jennifer Song sem er afmæliskylfingur dagins. Hún fæddist 20. desember 1989 í Ann Arbor, í Michigan og er því 23 ára í dag. Hún komst á LPGA í gegnum góðan árangur sinn á Futures Tour 2010 og var 2011 því fyrsta árið hennar á túrnum. Árið 2009 sigraði hún bæði í US Women´s Amateur Public Links og US Women´s Amateur. Hún er 4. kylfingurinn í sögunni til þess að sigra bæði mótin og aðeins önnur af 2 kylfingum til þess að sigra bæði mót sama árið. Song ólst upp í Suður-Kóreu en fluttist með foreldrum sínum til Bandaríkjanna og er í dag með tvöfaldan ríkisborgararétt.  Í Kóreu var Lesa meira