
Afmæliskylfingur dagsins: Jennifer Song – 20. desember 2012
Það er Jennifer Song sem er afmæliskylfingur dagins. Hún fæddist 20. desember 1989 í Ann Arbor, í Michigan og er því 23 ára í dag. Hún komst á LPGA í gegnum góðan árangur sinn á Futures Tour 2010 og var 2011 því fyrsta árið hennar á túrnum. Árið 2009 sigraði hún bæði í US Women´s Amateur Public Links og US Women´s Amateur. Hún er 4. kylfingurinn í sögunni til þess að sigra bæði mótin og aðeins önnur af 2 kylfingum til þess að sigra bæði mót sama árið.
Song ólst upp í Suður-Kóreu en fluttist með foreldrum sínum til Bandaríkjanna og er í dag með tvöfaldan ríkisborgararétt. Í Kóreu var hún í Taejon Christian International School, Daejeon, Korea, þar sem hún þótti framúrskarandi íþróttamaður, var m.a. í kvenfótboltaliði skólans. Eins var hún í landsliði Suður-Kóreu í golfi. Í byrjun árs 2008 lék hún með golfliði University of Southern California í bandaríska háskólagolfinu.
Hún gerðist atvinnumaður strax eftir Curtis Cup 2010 og spilaði á Futures Tour þar sem hún sigraði tvívegis, þ.e. á Tate & Lyle Players Championship 20. júní 2010 og á Greater Richmond Golf Classic, 16. ágúst 2010.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Vilhjálmur Andri Vilhjálmsson, 20. desember 1977 (35 ára). Komast má á facebooksíðu hans hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með daginn:
-
Vilhjálmur Andri Vilhjálmsson (35 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!)
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- janúar. 18. 2021 | 12:00 Hver er kylfingurinn: Kevin Na?
- janúar. 18. 2021 | 00:30 PGA: Na sigraði á Sony Open
- janúar. 18. 2021 | 00:01 Thomas missir Ralph Lauren sem styrktaraðila
- janúar. 17. 2021 | 21:00 GA: Lárus Ingi kylfingur ársins 2020
- janúar. 17. 2021 | 20:00 Tiger: „Hún brosir ekki núna!“
- janúar. 17. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birnir Valur Lárusson – 17. janúar 2021
- janúar. 17. 2021 | 07:00 PGA: Brendan Steele leiðir f. lokahringinn á Sony Open
- janúar. 16. 2021 | 20:00 Eru Phil og Tiger vinir?
- janúar. 16. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2021)
- janúar. 16. 2021 | 19:30 DeChambeau forðast að ræða tengsl sín við Trump
- janúar. 16. 2021 | 18:00 Ingi Þór Hermannsson heiðraður á Íþróttahátíð Garðabæjar
- janúar. 16. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Kristján Þór Gunnarsson – 16. janúar 2021
- janúar. 16. 2021 | 08:00 PGA: Taylor tekur forystuna í hálfleik
- janúar. 15. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sirrý Hallgríms — 15. janúar 2021
- janúar. 15. 2021 | 09:00 PGA: 3 efstir & jafnir e. 1. dag Sony Open