Afmæliskylfingur dagsins: Kristín Aðalsteinsdóttir – 22. desember 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Kristín Aðalsteinsdóttir. Kristín er fædd 22. desember 1972 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Kristín er í Golfklúbbi Setbergs og hefir frá upphafi verið í golftímum hjá Jóni Karlssyni. Hún hefir spilað nokkuð í sumar, m.a. í Kiðjaberginu. Þrátt fyrir tiltölulega stuttan feril hefir Kristín spilað víða erlendis m.a. á Spáni og í Golfclub Ozo í Lettlandi. Með fullu starfi hjá Hópbílum þjálfar Kristín 5. flokk stelpna í handbolta hjá ÍR. Kristín er gift Val Benedikt Jónatanssyni og eiga þau 2 börn: Hrafnhildi Völu, 9 ára og Gísla Hrafn, sjónvarpsfréttastjörnu, sem varð 6 ára fyrir 3 dögum síðan. Komast má á facebook síðu Kristínar til þess að Lesa meira
Lee Westwood spilar í Omega Dubai Desert Classic
Lee Westwood skrifaði eftirfarandi á facebook síðu sína fyrir nokkrum mínútum síðan: „Ég spila í Omega Dubai Desert Classic mótinu í Emirates golfklúbbnum á næsta ári, 2013, en mótið byrjar í lok janúar. Þetta er stórt mót sem laðar að sér einhverja bestu kylfinga heims árs hvert. Vonandi tekst mér að klára dæmið í þetta sinn.“ Með þessu fylgir linkur inn á síðu umboðsmanna Lee, ISM þar sem lesa má frekar um Lee og mótið með því að SMELLA HÉR:
„The Match“ – 21. grein af 24
Nú hafa 4 aðalsöguhetjur í bók Mark Frost: “The Match – The day the game of golf changed forever, ” verið kynntar til sögunnar; þ.e. Ken Venturi, Harvie Ward, Ben Hogan og nú síðast Byron Nelson. Þessir 4 kylfingar kepptu í fjórleik vegna veðmáls milljónamæringanna Eddie Lowery og George Coleman, árið 1956, en Eddie taldi að enginn gæti sigrað tvo starfsmenn sína, áhugamennina Venturi og Ward í fjórleik. Coleman tók veðmálinu og mætti með þá Ben Hogan og Byron Nelson, sem er líkt og hann hefði mætt með Rory McIlroy og Luke Donald til að keppa við einhverja áhugamenn í dag. Þetta er í stuttu máli innihald bókarinnar „The Match“ Bókin er 250 síðna og dreifist á 20 kafla – Lesa meira
Andri Þór lauk keppni í 18. sæti í Flórída
Þeir Andri Þór Björnsson, GR og Arnór Ingi Finnbjörnsson GR, hafa nú lokið keppni í Dixie Amateur Championship, sem fram fór í Coral Springs, Flórída, en lokahringurinn var spilaður í dag. Dixie Amateur er stórt og fremur sterkt 72 holu mót (skorið niður eftir 54),sem gefur mörg stig á heimslista áhugamanna. Þetta var í 82. sinn sem mótið var haldið. Fyrstu þrjá dagana voru þátttakendur 240 og spilað var á völlum 3 klúbba: Heron Bay Golf Club, Palm-Aire Country Club og Woodlands Country Club. Aðeins 72 komust komust í gegnum niðurskurð, sem miðaður var við 5 yfir pari – Andri Þór og Arnór Ingi, þar á meðal Andri Þór spilaði á samtals 1 yfir Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Kayla Mortellaro – (16. grein af 27)
Í kvöld verður fram haldið að kynna eina af þeim 6 stúlkum, sem deildu 11. sætinu á lokaúrtökumóti Q-school á Daytona Beach dagana 28. nóvember – 2. desember 2012 og flugu inn á LPGA. Nú er það bandaríski kylfingur Kayla Mortellaro sem verður kynnt: Kayla fæddist 9. júlí 1990 og er því 22 ára. Hún er dóttir Tom og Dawn Mortellaro og útskrifaðist frá University of Idaho með gráði í PR og undirgráðu í samskiptafræðum (ens. communications). Kayla spilaði öll 4 árin í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Idaho skóla og má sjá afrek hennar þar með því að SMELLA HÉR: Hér má sjá viðtal við Kaylu frá því í vor þegar hún var Lesa meira
Rory næstum einróma valinn besti kylfingur ársins af GWAA
Rory McIlroy hlaut næstum öll atkvæði í kosningu sambands bandaríska golffréttamanna (GWAA skammst. fyrir: Golf Writers Association of America). Rory fékk 190 af 194 atkvæðum. Brandt Snedeker fékk 3 atkvæði og Tiger Woods 1 atkvæði. Rory hefir áður verið kjörinn kylfingur ársins af U.S. PGA Tour, European Tour, PGA of America og sambandi breskra golffréttaritara. GWAA tilkynnti að Stacy Lewis hefði verið valin besti kvenkylfingur ársins 2012 með 79% atkvæða og tvöfaldur risamótssigurvegari, Roger Chapman var valinn besti kylfingurinn í öldungaflokki með 60% atkvæða. Þetta er í 4. skiptið á sl. 5 árum sem GWAA hefir valið evrópskan kylfing, Kylfing ársins.
Boðið upp á kampavín – fyrsta skipti sem hola í höggi var slegin á nýja Jaðarsvellinum
Nú fyrir jólin kom út glæsilegt 800 bls. ritverk þeirra Steinars J. Lúðvíkssonar og Gullveigar Sæmundsdóttur, Golf á Íslandi, í tveimur bindum, í tilefni af 70 ára afmæli Golfsambands Íslands. Í verkinu eru m.a. margar skemmtiegar sögur og frásagnir dagblaða af kylfingum allt frá því fyrsti golfklúbburinn var stofnaður hér á landi, 1935. Golf á Íslandi fæst í öllum helstu bókabúðum og er vonandi að sem flestir kylfingar fái þetta eigulega ritverk í jólapakkann!!! Í Morgunblaðinu þ. 29. júlí 1952 þ.e. fyrir 60 árum var eftirfarandi frétt: „Sá einstæði atburður gerðist hér á golfvellinum s.l. laugardag að Adolf Ingimarsson, Eyrarvegi 2 hér í bæ fór af teig í holu í Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Mikko Korhonen (19. grein af 28)
Hér verður haldið áfram að kynna þá 5 stráka sem deildu 9. sætinu á lokaúrtökumóti Q-school á Evrópumótaröðinni sem fram fór dagana 24. – 29. nóvember s.l. á PGA Catalunya golfstaðnum, í Girona á Spáni. Nú þegar hafa Matthew Dixon, Richard McEvoy og Edoardo de la Riva verið kynntir og bara eftir að kynna þá Anthony Snobeck og Mikko Korhonen. Við byrjum á Korhonen en Snobeck verður kynntur á morgun. Finnski kylfingurinn Mikko Korhonen er fæddur 23. júlí 1980 í Mäntsälä í Finnlandi og er því 32 ára. Hann byrjaði að spila golf 10 ára, ári eftir að pabbi hans byrjaði. Hann varð fljótt miklu betri en pabbinn. Hann spilaði í unglinga- og áhugamannsárum sínum Lesa meira
GK: Helstu niðurstöður úr viðhorfskönnun Golfklúbbsins Keilis 2012
Á undanförnum 2 árum hefir Golfklúbburinn Keilir gengist fyrir viðhorfskönnun meðal félagsmanna sinna. Í ár var könnunin send á 700 póstföng og 258 svör bárust, sem er 40% svarhlutfall. Þar af voru 80% karlar sem svöruðu (eða um 206 manns) og 20% kvenna (eða um 52 konur). En af hverju stendur GK fyrir þessu? Þetta er í fyrsta lagi liður í betri þjónustu við félagsmenn klúbbsins; þetta er hugsað sem vettvangur þar sem almenni félagsmaðurinn getur komið sinni skoðun á framfæri og klúbburinn fær hugmynd um hvar þarf að bæta úr. Sagan er dýrmæt og reynslan sem fengist hefir af þessu góð. 2% þeirra sem þátt tóku í könnuninni voru Lesa meira
Darren Clarke hlýtur PGA Recognition Award
Norður-írski kylfingurinn Darren Clarke, sem sigraði á Opna breska 2011 og hefir 5 sinnum verið í liði Evrópu í Ryder Cup hlaut PGA Recognition Award á árlegum fjáröflunar dinner PGA þ.e. Professional Golfers’ Association. Clarke tók á móti verðlaununum í Grosvenor House Hotel í London, sem margir Íslendingar kannast við. Hann er fyrsti Norður-Írinn til þess að hljóta viðurkenninguna en meðal annarra sem hana hafa hlotið eru: Sir Nick Faldo, Tony Jacklin, Seve Ballesteros og fyrirliði liðs Evrópu í Ryder bikarnum 2012, José Maria Olázabal. Darren Clarke, 43 ára, er vinsæll bæði utan og innan vallar og hefir átt farsælan feril frá því hann gerðist atvinnumaður 1990. Hann hlaut m.a. OBE orðuna Lesa meira








