
Golf er ekki hættulaust – það eru margar orsakir slysa
Nú fyrir jólin kom út glæsilegt 800 bls. ritverk þeirra Steinars J. Lúðvíkssonar og Gullveigar Sæmundsdóttur, Golf á Íslandi, í tveimur bindum, í tilefni af 70 ára afmæli Golfsambands Íslands. Í verkinu eru m.a. margar skemmtiegar sögur og frásagnir dagblaða af kylfingum allt frá því fyrsti golfklúbburinn var stofnaður hér á landi, 1935. Golf á Íslandi fæst í öllum helstu bókabúðum og er vonandi að sem flestir kylfingar fái þetta eigulega ritverk í jólapakkann!!!
Hér fer frásögn í „Golf á Íslandi“ 1. tbl. 10. árg. 1999, af samantekt Brynjólfs Mogensen, yfirlæknis bæklunarlækningadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur, þar sem tæpt er á rannsóknum sem hann gerði á golfáverkum um tveggja ára skeið 1997-1998. Þar segir:
„25 manns slösuðust við golfiðkun á Íslandi og eru orsakir margvíslegar. Brynjólfur telur að kæruleysi og lítil virðing fyrir golfsiðum vera eina orsök og segir hann hluta alvarlegu áverkanna verða vegna þessa. Sex kylfingar fengu golfkúlu í sig, fjórir fengu kylfu í sig og tveir meiddust við að slá of fast í jörðina!! Tólf sneru sig, duttu og tognuðu og einn klemmdi sig á eiginn golfkerru.“
Golf á Íslandi bls. 278
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023