Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Walter Hagen, Ásdís Olsen og Gísli Sváfnisson – 21. desember 2012

Afmæliskylfingar dagsins eru Walter Hagen,  Ásdís Olsen og Gísli Sváfnisson.

Gísli Sváfnisson er fæddur 21. desember 1952 og á því 60 ára stórafmæli í dag. Gísli er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) og hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum  með góðum árangri. T.d. varð hann í 1. sæti í punktakeppni á Spanish Open, styrktarmóti þeirra Ólafs Más Sigurðssonar og Þórðar Rafns Gissurarsonar, þ. 28. ágúst 2011. Þar fékk hann 42 punkta og varð sem segir efstur af 195 keppendum mótsins, sem luku leik. Í sumar tók Gísli m.a. þátt í Liverpool Open í Oddinum 11. ágúst s.l.

Gísli er kvæntur Guðrúnu Björgu Guðmundsdóttur og eiga þau tvö börn Sváfni og Emiliíu Benediktu.

Ásdís Olsen

Ásdís Olsen er fædd 21. desember 1962 og á 50 ára stórafmæli í dag. Ásdís er aðjúnkt í háskóla Íslands og hefir m.a. á ferli sínum staðið fyrir núvitundarnámskeiðum. Ásdís á 4 dætur.

Komast má á facebook síður afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með daginn hér að neðan:

Walter Hagen

Loks verður að minnast á Walter Hagen, en hann var fæddur 21. desember 1892 og hefði því orðið 120 ára hefði hann lifað.  Hann gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 100 árum og er einn albesti kylfingur allra tíma.  Hann vann m.a. í 11 risamótum; var 6 sinnum fyrirliði bandaríska Ryder Cup liðsins og spilaði 5 sinnum í Ryder Cup. Hann vann 75 sigra á farsælum ferli sínum þ.á.m. 45 á PGA Tour og er þar með sá 8. í röðinni til að eiga  flesta sigra í sögunni á þeirri mótaröð.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Kel Nagle (Ástrali) 21. desember 1920 (92 ára);  Christy O’Connor, 21. desember 192 (88 ára);  Karrie Webb, 21. desember 1974 (38 ára);  Simon Dyson, 21. desember 1977 (35 ára);  Jacob Thorbjørn Olesen, 21. desember 1989 (23 ára) en hann spilar í  the Masters í apríl n.k. ….. og ……


Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is