Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2012 | 15:00

Golfútbúnaður: Nýi TaylorMade R1 dræverinn

Þetta er tímabilið þar sem golfútbúnarframleiðendur kynna nýjar línur, sem ætlað er að koma á markað fyrri part árs 2013.

Nýjasta línan frá TaylorMade heitir R1.

Þetta virðist vera uppfærsla á TaylorMade R11, en reynt er að ganga lengur hvað varðar aðlaganleika (ens. adjustability) og haldið er í hvíta litinn á kylfunni, sem er orðin þekkt á golfvöllum um allan heim.

Hægt verður að stilla fláann á kylfunni á bilinu 8-12° og 3 gráður í báðar áttir eftir því hvort ætlunin er að hafa kylfuna lokaða eða opna.

Hér má sjá kynningarmyndskeið á nýja R1 drævernum SMELLIÐ HÉR: