Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2012 | 16:30

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Richard McEvoy og Edoardo de la Riva (17. og 18. grein af 28)

Hér verður haldið áfram að kynna þá 5 stráka sem deildu 9. sætinu á lokaúrtökumóti Q-school á Evrópumótaröðinni sem fram fór dagana 24. – 29. nóvember s.l.  Nú þegar hafa Matteo Delpodio og Matthew Dixon verið  kynntir og nú eru  Richard McEvoy og Edoardo de la Riva næstir.

Richard McEvoy

1. Richard McEvoy er fæddur 13. júní 1979 í Shoeburyness á Englandi.  McEvoy byrjaði í golfi eftir að vinur pabba h . ans sem var golfkennari gaf honum kylfur 8 ára gamall, en McEvoy reyndist mjög hæfileikaríkur unglingur. Hann var í sigurliði Breta og Íra í Walker Cup og vann Q-school Evrópumótaraðarinnar 2003 en hélt ekki kortinu sínu 2004.

Hann fékk aftur spilaréttindi sín í lok 2005 í gegnum Áskorendamótaröðina, með sigri á Panasonic Panama Open, sem varð til þess að hann varð í 10. sæti á stigalista Áskorendamótaraðarinnar. Þrátt fyrir að hafa tekið þátt í 29 mótum 2006 á Evrópumótaröðinni, náði hann aðeins niðurskurði 10 sinnum og varð að fara aftur í Q-school í San Roque, þar sem hann náði 23. sætinu. Hann missti aftur kortið sitt næsta tímabili en kom aftur með þvi að ná 9. sætinu á stigalista Challenge Tour eftir mjög stöðugt tímabil þar sem hann var 5 sinnum meðal 10 efstu.

Það leit út fyrir að hann var enn einu sinni á leið í Q-school 2011 en hann varð T-3 á SA Open Championship þannig að hann rétt slapp, varð nr. 108 á peningalista Evrópumótaraðarinnar. Hann gat ekki endurtekið leikinn í ár og varð að fara aftur í Q-school þar sem hann náði enn einu sinni 9. sætinu, sem hann deildi að þessu sinni með 4 öðrum.

Sem unglingur var McEvoy mikið í öðrum íþróttum, m.a. fótbolta, tennis og badminton áður en hann lagði golfið alfarið fyrir sig.

Meðal áhugamála McEvoy eru tónlist, íþróttir almennt og að sósíalisera. Hann er sem stendur nr. 518 á heimslistanum.

Eduardo de la Riva

2. Edoardo de la Riva

Edoardo de la Riva er fæddur 11. júní 1982 í Barcelona á Spáni og varð því 30 ára á árinu. Hann er nákvæmlega 10 árum eldri en Rúnar Arnórsson, GK og á sama afmælisdag og Geoff Ogilvy.

Nýliðaár  The European Tour var árið 2003, en hann missti kortið sitt eftir að hafa orði 175. á peningalistanum. Hann er mikill vinur Pablo Larrazábal, sem m.a. var í  PGA Catalunya golfstaðnum til þess að sjá vin sinn ná 9. sætinu og tryggja sér kortið á Evróputúrinn 2013!
Edoardo átti ansi misjafnt ár, í ár, var m.a. eftstur á Andalucia Open fyrir lokadaginn, en glutraði forystunni niður. Hann rétt missti af því að vera í 20 manna hópi kylfinga sem komst á Evróputúrinn í gegnum Áskorendamótaröðina, náði m.a. 4. sætinu í Apulia San Domenico Grand Final.
Edoardo byrjar keppnistímabilið 2013 vel því hann var T-2 á fyrsta móti keppnistímabilsins ISPS Handa Nelson Mandela Championship í Suður-Afríku. Mótið var stytt í 36 holur vegna mikilla rigninga og með 4 undir pari, 61 höggi náði De La Riva forystunni. Hann fékk skolla á 1. holu 3 manna bráðabana, en þar kepptu Steve Webster og sigurvegarinn Scott Jamieson.
Meðal áhugamála Edoardo er að róa, hlusta á tónlist og horfa á kvikmyndir. Sem stendur er Edoardo nr. 186 á heimslistanum.
.