Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2012 | 19:25

Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Austin Ernst – (15. grein af 27)

Í kvöld verður fram haldið að kynna eina af þeim 6 stúlkum, sem deildu 11. sætinu á lokaúrtökumóti Q-school á Daytona Beach dagana 28. nóvember – 2. desember 2012 og flugu inn á LPGA. Í dag verður bandaríski kylfingurinn Austin Ernst kynnt:

Austin Ernst fæddist 31. janúar 1992 í Greenville, Suður-Karólínuog varð því 20 ára í ár. Foreldrar henanr eru Mark og  Melanie Ernst. Pabbi Austin er PGA golfkennari í Cross Creek Plantation og spilaði m.a. í bandaríska háskólagolfinum með liði Furman (sem Ingunn Gunnarsdóttir, GKG stundar nám við og spilar með golfliðinu.

Bróðir Austin, Drew spilaði með golfliði Coastal Carolina (sama skóla og Dustin Johnson var í.

Austin lagði stund á viðskiptafræði við LSU, þar sem hún var meðal bestu nemenda og fékk m.a. viðurkenningar fyrir.

Austin komst á LPGA í fyrstu tilraun sinni.   Golfweek hefir m.a. útnefnt hana eina af bestu áhugmönnum af bandarískum kvenkylfingum, SMELLIÐ HÉR: