Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2012 | 23:59

„The Match“ – 20. grein af 24

Nú hafa 4 aðalsöguhetjur í bók Mark Frost: “The Match – The day the game of golf changed forever, ” verið kynntar til sögunnar; þ.e. Ken Venturi, Harvie Ward, Ben Hogan og nú síðast Byron Nelson.

Þessir 4 kylfingar kepptu í fjórleik vegna veðmáls milljónamæringanna Eddie Lowery og George Coleman, árið 1956, en Eddie taldi að enginn gæti sigrað tvo starfsmenn sína, áhugamennina Venturi og Ward í fjórleik. Coleman tók veðmálinu og mætti með þá Ben Hogan og Byron Nelson, sem er líkt og hann hefði mætt með Rory McIlroy og Luke Donald til að keppa við einhverja áhugamenn í dag. Þetta er í stuttu máli innihald bókarinnar „The Match“

Bókin er 250 síðna og dreifist á 20 kafla – í fjórum þessara kafla eru Ken, Harvie, Ben og Byron einmitt kynntir; e.t.v. ekki í svo löngu máli sem hér hefir verið gert á Golf 1 og aðeins drepið niður á feril þeirra, þar sem þeir eru staddir þarna 1956 og fram að því að þetta eitt þekktasta veðmál golfsögunnar á sér stað. Eins eru kaflarnir um þá fléttaðir inn í söguna og eru kynningarnar ekki settar fram eins þurrt og hér, enda um sögulega skáldsögu að ræða og ekki þörf að greina frá ferlum þeirra í eins smámunasaman hátt og hér.

Meiningin nú er að kynna hvern kafla af „The Match“, formálanum og köflunum 16 (þ.e. að köflunum um Ken, Byron, Harvie og Ben slepptum). Í gær var byrjað á formálanum og fyrstu 4 köflunum.

Í dag verður  fram haldið með næstu 2 kafla í „The Match“ þ.e. „The first tee“ (Á fyrsta teig) og The Opening Holes“ (Fyrstu holurnar), (Kaflanum um Byron sleppt).

Á fyrsta teig

Í þessum kafla er sagt frá því þegar Eddie Lowery ásamt George Coleman koma á Cypress Point kl. 9:15 þennan miðvikudagsmorgun 10. janúar 1956 ásamt öllum 4 leikmönnunum nema Harvie Ward, sem kom allt of seint, hitaði ekki upp og fór beint á teig.  Joey Solis kaddýmaster Cypress Point og Henry Puget í Pro shopinu eru kynntir til sögunnar. Byron Nelson og Ben Hogan hita upp á æfingasvæðinu, Hogan lengst til hægri eins og hans var vani.  Ken Venturi, áhugamaðurinn gat ekki stillt sig um að horfa á Hogan og það sama gerðu þeir sem voru á svæðinu og allir vallarstarfsmenn. Það var eins og hann væri bara gerður úr einhverju öðru en meðalmaðurinn. Venturi bar svo mikla virðingu fyrir Nelson og Hogan að hann fór ekki á æfingasvæðið heldur á stað þar sem hann var oft sem strákur og sló nokkrum boltum þaðan út á Kyrrahafið.  Milljónamæringarnir og kylfingarnir 3 eru orðnir svolítið spenntir yfir hægagangi Harvie, sem eins og áður segir kemur á síðustu stundu og eftir að hann loks kemur ákveða kylfingarnir 4 að vera með lítið veðmál sín á milli þ.e. 100 dollara Nassau (sem þýddi að $ 100 dollarar voru undir fyrir á fyrri 9, seinni 9 og varðandi leikinn í heild samtals 300 dollarar, sem hver þeirra þyrfti að punga út eða u.þ.b. 40.000 íslenskar krónur og það 1956! – sem var ekkert miðað við hvað var undir í leiknum af hálfu Lowery og Coleman en heimildir greinir á um hvort það hafi verið $ 5000  eða & 20.000 ( sem er á bilinu 500.000 – 2,5 milljónir íslenskar krónurog það 1956!!!)  Þessar fjárhæðir sem undir voru í veðmálinu hafa margfaldast á gengi dagsins í dag.

Fyrstu holurnar

Fyrsta hola Cypress Point er 418 yarda (382 metra) sem hallar niður á við og endar í upphækkaðri, bylgjandi flöt. Á miðri brautinni um 192 metra frá teig er röð af sípruss viðar trjám og frábærir kylfingar, eins og Nelson, Hogan, Venturi og Ward eiga val þ.e hvort þeir þori að fljúga boltanum yfir trén sem styttir 2. höggið verulega eða leggja upp til vinstri á lendingarsvæði þar.

Harvie Ward sem var fyrstur á teig fór öruggu leiðina og höggið heppnaðist fullkomlega.  Högg Venturi sem sló næstur sigldi yfir trén og stytti innáhöggið á flötina um 40 yarda (36,5 metra).  Dræv Ben var lengra en allra hinna 3, öruggt, til vinstri með svolitlu fade-i í lokin.

Um 15 manns fylgdust með upphafshögginu; Joey Solis (kaddýmasterinn) hringdi í vini sína og segja þeim frá leiknum á Cyrpess; hann taldi það skyldu sína að segja öllum frá veðmálinu- og var í óða önn að rýma brautirnar fyrir aftan og framan „The Match.“

Harvie spilaði fyrstur af braut átti um 170 yarda (155.5 metra) eftir að pinna) sló en höggið var ekki nægilega kröftugt og rúllaði niður á 2. pall upphækkuðu flatarinnar. Högg Byron fór upp á flötina en var í um 23 metra fjarlæð frá pinna. Hogan fór bara eftir bókinn tók 6-u, sló inn á miðja flötina og átti 18 metra upp í móti pútt eftir.  Venturi sem átti besta upphafshöggið átti bara eftir 140 fet (128 metra) í flaggið. Hann tók upp 9-una sína og setti boltann 11 metra frá pinna og var í bestu stöðu þeirra 4.

41 metra „fuglapútt“ Harvie lenti það stutt frá holu að Nelson og Hogan gáfu honum parið. Byron Nelson setti 23 metra púttið sitt aðeins nokkra cm frá bollanum og var þar með búinn að tryggja liði sínu 4 þ.e. par líkt og Harvie.  Þá voru bara Venturi og Hogan eftir, en hvor um sig myndi reyna við fugl Hogan úr 18 metra fjarlægð en Venturi 11 metra. Báðir misstu og allt jafnt eftir 1. holu.

Eddie Lowery lamdi vonsvikinn á hné sér og skrifaði niður skorin, en bæði hann og George Coleman fylgdust með og skrifuðu skorin.

Önnur holan á Cypress Point er 532 yarda (486 metra) par-5 hola. Til að gera langa sögu stutta þá fengu Byron Nelson og Ken Venturi fyrstu fugla dagsins og enn allt jafnt.  Á þessari holu varð ljóst að Harvie Ward hafði aðeins fengið 2 stunda svefn; hafði verið að skemmta sér kvöldið áður!

Þriðju holuna unnu atvinnumennirnir.