LPGA: Stacy Lewis leiðir eftir 1. dag Honda LPGA Classic
Nú í mogun hófst á Pattaya Old Course í Síam CC, í Chonburi, Thaílandi, Honda LPGA Classic mótið og eru allir heimsins bestu kvenkylfingar meðal þátttakenda. Eftir 1. dag er það bandaríska stúlkan Stacy Lewis, sem hefir forystuna, spilaði á glæsilegum 9 undir pari, 63 höggum, á hring þar sem hún fékk 1 örn, 8 fugla, 8 pör og 1 skolla. Í 2. sæti á 6 undir pari er franski kylfingurinn Karine Icher og í 3. sæti eru 4 kylfingar á 5 undir pari: Gerina Piller frá Bandaríkjunum, Catriona Matthew frá Skotlandi, og Amy Yang og Inbee Park frá Suður-Kóreu. Meðal þátttakenda eru nýsjálenski undraunglingurinn Lydia Ko 15 ára og hún Lesa meira
PGA & Evróputúrinn: Poulter hyggur á hefndir eftir að hann fékk snjóbolta í sig
Ian Poulter var kominn 3 yfir í leik sínum við Stephen Gallacher áður en leik var frestað á Accenture heimsmótinu í holukeppni, en Englendingurinn átti eftir að jafna metinn við óþokka nokkurn eftir að hafa fengið snjóbolta í sig. Sökudólgurinn var Peter Hanson, liðsfélagi Poulter í Ryder Cup. Poulter sór þess að hefna fyrir snjóboltakastið á þessum degi þar sem aðeins tókst að keppa í 4 klst. og leikur stöðvaðist vegna mikillar snjókomu. „Já, ég fékk snjóbolta í mig og það var Hanson sem kastaði,“ sagði Poulter. „Ég er eins og fíllinn; ég gleymi engu. Ég get ekki sagt ykkur hvað ég kem til með að gera, en þessu mun Lesa meira
Birgir Leifur og Ólafur Björn báðir á 68 höggum og í 3. sæti á Oldfield Open!!!
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, NK, hófu í gær leik á 2. móti eGolf Professional mótaraðarinnar í Suður-Karólínu, Oldfield Open. Spilað er á golfvöllum tveggja klúbba: Oldfield Country Club og Callawassie Island Club og hófu Birgir Leifur og Ólafur Björn leik á golfvelli Oldfield CC. Þátttakendur eru u.þ.b. 140 frá 15 þjóðlöndum. Eftir 1. dag eru Birgir Leifur og Ólafur Björn báðir á sama skorinu, 4 höggum undir pari, 68 höggum og deila 3. sætinu ásamt 3 öðrum kylfingum. Birgir Leifur fékk 5 fugla, 12 pör og 1 skolla en Ólafur Björn fékk 1 örn, 5 fugla, 9 pör og 3 skolla. Þeir eru aðeins 2 höggum á eftir Lesa meira
PGA & Evróputúrinn: Snjókoma frestar heimsmótinu í holukeppni í eyðmörkinni í Arizona – Hápunktar og högg 1 dags
Það voru ekki nema 4 klst liðnar af 1 hring á heimsmótinu í holukeppni þegar fór að snjóa þannig að 5 cm snjóalag lagðist yfir Dove Mountain eyðimerkurvöllinn í Marana, Arizona. En jafnvel þó ekki hafi tekist að ljúka neinum af 32 leikjum 1. umferðar og 10 leikir hafi jafnvel ekki hafist þá býst mótanefnd við að ljúka mótinu á settum tíma. Klára á 1. umferð snemma dags í dag (fimmtudaginn 21. febrúar). Peter Hanson – Thomas Björn leikurinn er sá fyrsti af leikjunum 10 sem fara á fram kl. 8:40 að staðartíma og síðan fara hinir út með 10 mínútna millibili. Þetta þýðir að Rory McIlroy-Shane Lowry leikurinn hefst Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2013: Tanaporn Kongkiatkrai (6. grein af 43)
Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Það voru 7 stúlkur sem deildu 36. og síðasta sætinu og rétt mörðu að komast inn á LET, þeirra á meðal eru Cheyenne Woods, frænka Tiger, hin þýska Ann-Kathrin Lindner og enski unglingurinn Charley Hull, og hin sænska Rebecca Sörensen, sem kynnt var í gær. Eins þurfti einn kylfingurinn ekki í gegnum Q-school, frægðarhallarkylfingurinn kanadíski Lorie Kane, sem segja má að sé sú 43. sem hlaut keppnisrétt eða kortið sitt á LET, en hún hefir einnig verið Lesa meira
GA: Brian kominn til starfa
Nýi golfkennari GA, Brian Jensen, er kominn aftur til landsins og byrjaður að kenna. Hann mun sinna allri kennslu barna og unglinga, auk þess sem félögum gefst kostur á að panta hjá honum tíma, hvort sem er fyrir einstaklinga eða hópa. Í gær var stór hópur á æfingu í Boganum undir handleiðslu Brians. GA mun innan skammst setja inn upplýsingar um námskeið og einkakennslu. Ennfremur er hægt að snúa sér beint til Brians í Golfhöllinni. Heimild: gagolf.is
Frá blaðamannafundi með Lee Westwood fyrir heimsmótið í holukeppni – Myndskeið
Heimsmótið í holukeppni hefst í Dove Mountain golfklúbbnum í Marana, Arizona í dag. Einn af þeim sem hélt blaðamannafund var nr. 8 á heimslistanum, Lee Westwood. Þar sagði m.a. hann að í heimsmótinu í holukeppni væri e.t.v. meiri þörf á heppni en í nokkru öðru móti. Lee spilar á móti Spánverjanum Rafael Cabrera-Bello frá Gran Canaria og sagðist vona að hann yrði ekki jafngóður og hann var í vinsamlegri keppni þeirra á milli í Dubai fyrr á árinu, þar sem þeir Westwood voru samherjar. Til þess að sjá myndskeiðið með Lee Westwood á blaðamannafundinum (aðeins 1 mínútu langt) SMELLIÐ HÉR:
Nicolas Colsaerts varar Bill Haas við: „Drævin mín eru frábær!“
Belgíska sleggjan, Nicolas Colsaerts, hefir sent mótherja sínum í dag á heimsmótinu í holukeppni, Bandaríkjamanninum Bill Haas, viðvörun: „Drævin mín eru frábær!“ Colsaerts er meistari í Volvo heimsmótinu í holukeppni og þetta er aðeins í 2. skiptið sem hann spilar á Heimsmótinu í Arizona, en í fyrra féll hann snemma úr keppni eftir að Lee Westwood hafði betur gegn honum 3&1. Colsaerts, sem síðan þá hefir verið í sigurliði Evrópu í Ryder Cup, vonast til að hafa betur gegn Bill Haas sem tekur þátt 3. árið í röð, en í fyrra datt hann út eftir viðureign gegn Ryo Ishikawa. „Ég spila gegn Bill Haas í 1. umferð en það er Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Arthúrsson – 20. febrúar 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Erlingur Arhúrsson, formaður Golfklúbbs Hveragerðis. Erlingur fæddist 20. febrúar 1961 og er því 52 ára í dag. Sjá má viðtal sem Golf 1 tók við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Murle Breer, 20. febrúar 1939 (74 ára); Stewart Murray „Buddy“ Alexander 20. febrúar 1953 (60 ára stórafmæli!!!); Leonard C Clements, 20. febrúar 1957 (56 ára); Jeff Maggert, 20. febrúar 1964 (49 ára); Yeh Wei-tze, 20. febrúar 1973 (40 ára stórafmæli!!!); Caroline Afonso, 20. febrúar 1985 (LET) ….. og ….. Theodór Emil Karlsson (22 ára) Hilmar Theodór Björgvinsson (52 ára) Þórður Vilberg Oddsson (47 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem Lesa meira
Golfleiðbeiningar: 10 reglur Stocktons um hvernig eigi að setja niður 2 metra pútt (10. grein af 10)
Hér er 10. og síðasta regla Dave Stockton um hvernig eigi að setja niður 2 metra pútt ….. 10. Takið leiðbeiningum vel …. þ.e.a.s. ef þið eruð t.d. að leika í fjórmenningi/fjórbolta og aðeins ef félagi ykkar þekkir púttstroku og aðferð ykkar við að pútta vel m.a. hvernig þið lesið pútt og hversu ákveðið þið púttið. Besti félagi minn sem ég spilaði með var Al Geiberger. Okkur farnaðist vel á gömlu „CBS Golf Classics“ mótaröðinni vegna þess að við púttuðum álíka. Þegar Al sagði „þetta brotnar u.þ.b. hálfan bolla“ vissi ég að hann sagði þetta vegna þess að hann vissi hversu ákveðið ég púttaði. Ef þið spilið ein þ.e. í Lesa meira










