Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2013 | 17:30

GA: Brian kominn til starfa

Nýi golfkennari GA, Brian Jensen, er kominn aftur til landsins og byrjaður að kenna.

Hann mun sinna allri kennslu barna og unglinga, auk þess sem félögum gefst kostur á að panta hjá honum tíma, hvort sem er fyrir einstaklinga eða hópa.

Í gær var stór hópur á æfingu í Boganum undir handleiðslu Brians.

GA mun innan skammst setja inn upplýsingar um námskeið og einkakennslu.

Ennfremur er hægt að snúa sér beint til Brians í Golfhöllinni.

Heimild: gagolf.is