Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2013 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Tanaporn Kongkiatkrai (6. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l.

Það voru 7 stúlkur sem deildu 36. og síðasta sætinu og rétt mörðu að komast inn á LET, þeirra á meðal eru Cheyenne Woods, frænka Tiger, hin þýska Ann-Kathrin Lindner og enski unglingurinn Charley Hull, og hin sænska Rebecca Sörensen, sem kynnt var í gær.  Eins þurfti einn kylfingurinn ekki í gegnum Q-school, frægðarhallarkylfingurinn kanadíski Lorie Kane, sem segja má að sé sú 43. sem hlaut keppnisrétt eða kortið sitt á LET, en hún hefir einnig verið kynnt.

Hér í kvöld verður enn ein af þeim 7, sem varð í 36. sæti á lokaúrtökumóti Q-school LET kynnt:

Tanaporn KongkiatkraiRíkisfang: tælensk.

Fæðingardagur:  2. mars 1992 (20 ára).

Fæðingarstaður:  Bangkok, Thaílandi.

Byrjaði í golfi: 10 ára.

Gerðist atvinnumaður: 2010.

Hæð: 165cm

Hárlitur: Dökkbrúnn.

Augnlitur: Brúnn.

Menntun: University of Atlanta.

Áhugamannsferill: Kongiatkrai kom í IMG frá Thaílandi og var í fullu námi þar árin 2008-10. Á þeim tíma vann hún 5 sinnum á Future Collegiate World Tour (FCWT); hún var útnefnd leikmaður ársins 2009 á FCWT; hún ávann sér 2009 AJGA All-America honorable mention. Hún flutti sig til þess að gerast atvinnumaður eftir útskrift og í júlí árið 2010 vann hún SAT-THAILPGA Championship.

Hápunktar ferilsins: Sigurvegari á Singha Classic, árið 2010. Sigurvegari á 3. móti SAT-THAILAND LPGA Championship árið 2010. Sigurvegari á Thailand Ladies Open á Ladies Asian Golf mótaröðini 2011. Félagi á Symetra Tour frá árinu 2011.

Staða á Lalla Aicha Tour School árið 2013: T-36.