Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2013 | 10:00

LPGA: Stacy Lewis heldur forystunni í Thaílandi eftir 2. dag Honda LPGA Classic

Bandaríski kylfingurinn Stacy Lewis er enn í forystu eftir 2. keppnisdag Honda LPGA Classic mótsins, sem hófst í gær á  Pattaya Old Course í Síam CC, í Chonburi,  Thaílandi. Stacy Lewis er samtals búin að spila á 12 undir pari, 132 höggum (63 69).  Í dag fékk Lewis 5 fugla, 11 pör og 2 skolla. Næst á eftir Lewis, í 2. sæti, kemur heimakonan Ariya Jutanugarn, sem sigraði svo glæsilega á  lokaúrtökumóti Q-school LET þ.e. Lalla Aicha Tour School 2013 í Marokkó (Golf 1 er að kynna „Nýju stúlkurnar á LET“ og verður Ariya, sigurvegarinn, kynntur í lokagreininni þ.e. þeirri 43. af 43 sem birtar verða). Ariya er búin að spila Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2013 | 02:00

PGA & Evróputúrinn: Staðan á Accenture heimsmótinu í holukeppni eftir 1. umferð – Rory og Tiger úr leik

Sögurnar af vellinum eru margar þegar bestu kylfingar heims reyna með sér í holukeppni, þar sem heppnin ræður oft meira um úrslit en nokkuð annað. Meðal þess helsta sem gerðist í 1. umferð heimsmótsins í holukeppni 2013 er að bæði nr. 1 og 2 Rory og Tiger eru úr leik og Shawn Lawrie og Charles Howell III eru komnir áfram. PGA nýliðanum Russell Henley tókst að slá út risamótatitilshafann Charl Schwartzel úr keppni og Svíinn Fredrik Jacobson sló út risamótstitilhafann Ernie Els.  Thongchai Jaidee seldi sig dýrt en leikur hans og Sergio fór á 20. holu (par-5) en þar réði mestu högglengd en Garcia var inni á flöt í 2 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2013 | 20:15

Ólafur Björn í 2. sæti á Oldfield Open!!!!!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, NK, léku í dag 2. hring á 2. móti eGolf Professional mótaraðarinnar í Suður-Karólínu, Oldfield Open.  Þátttakendur eru u.þ.b. 140 frá 15 þjóðlöndum. Spilað er á golfvöllum tveggja klúbba: Oldfield Country Club og Callawassie Island Club og léku Birgir Leifur og Ólafur Björn golfvöll Callawassie Island Club í dag. Ólafur Björn bætti 69 höggum við frábært skor sitt upp á 68 högg í gær og er því samtals búinn að spila á 7 undir pari, 137 höggum.  Ólafur Björn fékk 1 örn, 2 fugla, 14 pör og 1 skolla.  Hann er í 2. sæti nú þegar mótið er hálfnað!!!! Glæsilegt hjá Ólafi Birni!!!! Birgir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2013 | 20:00

EPD: Þórður Rafn komst ekki í gegnum niðurskurð í Marokkó

Dagana 20.-22. febrúar fór fram Open Mogador mótið á EPD mótaröðinni þýsku. Spilað var á Golf de Mogador í Essaouira, í Marokkó. Lokahringurinn fór fram í dag. Þórður Rafn Gissurarson, GR, var meðal 112 þáttakenda en komst því miður ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni og lauk keppni í gær. Niðurskurður var miðaður við samtals 5 yfir pari og það munaði 4 höggum að Þórður Rafn kæmist í gegn. Til þess að sjá úrslitin í Open Mogador SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2013 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Vikki Laing (7. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Það voru 7 stúlkur sem deildu 36. og síðasta sætinu og rétt mörðu að komast inn á LET, þeirra á meðal eru Cheyenne Woods, frænka Tiger, hin þýska Ann-Kathrin Lindner og enski unglingurinn Charley Hull, hin sænska Rebecca Sörensen, og Tanaporn Kongkiatkrai, sem kynnt var í gær. Eins þurfti einn kylfingurinn ekki í gegnum Q-school, frægðarhallarkylfingurinn kanadíski Lorie Kane, sem segja má að sé sú 43. sem hlaut keppnisrétt eða kortið sitt á LET, en hún hefir einnig verið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2013 | 16:30

PGA & Evróputúrinn: Enn er leik frestað vegna frosts á heimsmótinu í holukeppni – staðan

Þegar þetta er ritað (kl. 16:15) er klukkan 9:15 í Dove Mountain golfklúbbnum í Marana, Arizona, þar sem heimsmótið í holukeppni fer fram, en 7 klukkustunda tímamismunur er. Þegar frostið þiðnar og snjórinn tekur að bráðna verður hægt að halda áfram með heimsmótið í holukeppni (ens.: World Golf Championships-Accenture Match Play Championship). Nú í nótt féllu enn 5 cm af snjó þannig að snjóalagið er komið í 10 cm og kuldinn er enn í kringum -1°C. Mótstjórnin hefir nú frestað leik til kl. 13:30 ET (þ.e. til. kl. 18:30 að okkar tíma). Góðu fréttirnar eru þær að það á að fara að hlýna og á hitinn í dag að fara upp Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2013 | 13:30

Ólafur Lofts: „Frábært að sjá tvo íslenska fána hlið við hlið ofarlega á töflunni.“

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, NK, eru svo sannarlega að standa sig vel á eGolf Professional mótaröðinni á 2. móti mótaraðarinnar, Oldfield Open, í Suður-Karólínu. Þeir spiluðu báðir 1. hring í gær á 4 undir pari, 68 glæsihöggum!!!  Þeir deildu 3. sæti og verður að segjast eins og er að gaman var að sjá íslenska fánann ofarlega á skortöflunni! Ólafur Björn er nýbúinn að opna facebook síðu og er gott að fá fréttir af gengi hans þar, af mótum sem hann er að taka þátt í.  Endilega lítið á síðuna hans og setjið LIKE á en komast má inn á síðuna með því að SMELLA HÉR:  Í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Karen Sævarsdóttir – 21. febrúar 2012

Afmæliskylfingur dagsins er GS-ingurinn Karen Sævarsdóttir. Karen er fædd 21. febrúar 1973 og á hún því 40 ára stórafmæli í dag!!!! Karen er núverandi klúbbmeistari Golfklúbbs Suðurnesja 2012.  Eins spilaði hún í nokkrum opnum mótum á síðasta ári með góðum árangri t.a.m. sigraði hún höggleikinn í Artdeco kvennamótinu á Vatnsleysunni, 19. ágúst s.l. Móðir Karenar er Guðfinna Sigurþórsdóttir, sem varð Íslandsmeistari kvenna, fyrst kvenna árið 1967. Karen lærði ung að spila golf. Af mörgum afrekum Karenar er aðeins rúm til að geta nokkurra hér: Karen varð golfmeistari Íslands í kvennaflokki 1989-1996 eða 8 ár í röð, Íslandsmeistari í holukepppni 1988, 1991-1992 og 1994. Meistari GS 1989-1996 og Golfmeistari Suðurnesja í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2013 | 11:00

PGA & Evróputúrinn: Shane Lowry kastar snjóbolta í Rory í miðju viðtali – Myndskeið

Það er ekki bara Peter Hanson sem kastaði snjóbolta í andstæðing sinn, Ian Poulter í gær. Nr. 1 á heimslistanum var í miðju viðtali þegar snjóbolti hæfði hann í öxlina – hann var einmitt á þeim stað í viðtalinu þegar að spyrjandi spyr hvað heimsins bestu hafi fyrir stafni þegar úti snjói og ekkert sé hægt að spila golf eru það spil, internetið og farsímar?… „Jamm“, er  Rory byrjaður að svara, „Það eru eru tvít ….og SMASH snjóbolti hæfir hann í öxlina. Rory brosir og segir að þetta sé frá andstæðingi sínum Shane Lowry …. og því greinilegt hvað er í uppáhaldi hjá bestu kylfingum heims í snjópásunni… snjóboltaslagur. T.a.m. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2013 | 10:00

Á mynd frá menntaskólaárum Keegan lítur hann út eins og krullinhærður Rory

Golfáhugamenn í Massachusetts klóruðu sig í höfðinu þegar ljósmynd frá menntaskólaárum birtist af bandaríska kylfingnum Keegan Bradley, en á henni lítur hann út eins og nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy, sem líkt og Bradley hefir sigrað á PGA Championship risamótinu. Á myndinni er Keegan krullinhærður með mikið dökkt hár, en myndin var tekin meðan hann var í Hopkinton´s High School, sem er suðvestur af Boston. Allt frá því Bradley útskrifaðist frá Hopkinton High School hefir leikur hans blómstrað …. og útlitið líka. Keegan Bradley hefir sjálfur tvítað myndina, til þess að sýna hvernig hann leit út í menntaskóla og þykir hann líkur McIlroy. Bradley hefir oft heimsótt gamla menntaskólann Lesa meira