
Nicolas Colsaerts varar Bill Haas við: „Drævin mín eru frábær!“
Belgíska sleggjan, Nicolas Colsaerts, hefir sent mótherja sínum í dag á heimsmótinu í holukeppni, Bandaríkjamanninum Bill Haas, viðvörun: „Drævin mín eru frábær!“
Colsaerts er meistari í Volvo heimsmótinu í holukeppni og þetta er aðeins í 2. skiptið sem hann spilar á Heimsmótinu í Arizona, en í fyrra féll hann snemma úr keppni eftir að Lee Westwood hafði betur gegn honum 3&1.
Colsaerts, sem síðan þá hefir verið í sigurliði Evrópu í Ryder Cup, vonast til að hafa betur gegn Bill Haas sem tekur þátt 3. árið í röð, en í fyrra datt hann út eftir viðureign gegn Ryo Ishikawa.
„Ég spila gegn Bill Haas í 1. umferð en það er enginn andstæðingur auðveldur þegar verið er að spila gegn þeim bestu í heimi; Bill er í frábæru formi í augnablikun og ég er ekki með sömu jákvæðu straumana og hann,“ segir Colsaerts á vefsíðu sinni.
„En íþróttir eru ekki vísindi, með góðu breiki í upphafi hrings gæti ég fengið sjálfstraustið aftur á flötunum og orðið erfiður andstæðingur hvaða leikmanni sem er hér!
„Langa spilið mitt er eins beitt og það hefir nokkru sinni verið og það er sterkt vopn í holukeppni…. drævin eru frábær og það er annar sterkur eiginleiki!“
Colsaerts og Brian Nilsson, sem fæddur er í Ástralíu keyrðu frá Los Angeles eftir að komast ekki í gegnum niðurskurðinn á Northern Trust Open, með skor upp á 70 og 75 og þetta er 2. helgin sem belgíski nýliðinn á PGA Tour spilar ekki af 3 mótum sem hann hefir tekið þátt í.
„Brian og ég keyrðum í gegnum eyðimörkina á sunnudaginn og það var löng ferð, tilvalinn til þess að grafa föstudaginn s.l., þar sem röng kylfa var notuð á par-3 16. holunni,“ sagði Colsaerts
„Ég tók 8-járn í staðinn fyrir 9-járn og boltinn flaug yfir flötina í óleikanlega stöðu á bönkersbrúninni. Við vorum svo reiðir eftir hringinn, en við gerðum báðir þessi mistök á 16….
„Ég er ekki algerlega búinn að finna mig á túrnum, en þetta er spurning um nokkrar vikur… þetta verður eins og á Evrópumótaröðinni fyrir nokkrum árum; það er svolítil spenna að ná niðurskurði, síðan spenna að spila vel á laugardögum og að lokum að bæta við góðum 4. hringjum við stöðugt. Ég þekki orðið ferlið núna.“
Colsaerts sagði að hann myndi spila í næstu viku á Honda Classic mótinu í Flórída og sagðist hafa fengið boð frá Jack Nicklaus um að spila í góðgerðarmóti í The Bears Club.
„Önnur breytingin á dagskrá minni er að ég mun taka mér frí meðan Bay Hill Arnold Palmer Invitational mótið er,” bætti Colsaerts við.
„Reyndar, eftir að hafa spilað á WGC Doral, þá spila ég í góðgerðarmóti Ernie Els og á þriðjudaginn fer ég á Augusta National til þess að spila æfingahring á miðvikudaginn. Um kvöldið flýg ég síðan til Evrópu og tek mér viku frí með vinum mínum Síðan kem ég aftur á PGA Tour og spila á Shell Houston mótinu!“
Fyrir golfútbúnaðarnördanna þá ætla ég að nota gult skaft og spila með 8,5° Callaway Razr Hawk drævershausnum!“
Það er kylfan sem ég notaði í Durban í s.l. viku og hún mun aftur vera í pokanum næstur vikur…. þetta er skilvirkt bombuverkfæri!“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024