Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2013 | 02:25

PGA & Evróputúrinn: Poulter hyggur á hefndir eftir að hann fékk snjóbolta í sig

Ian Poulter var kominn 3 yfir í leik sínum við Stephen Gallacher áður en leik var frestað á Accenture heimsmótinu í holukeppni, en Englendingurinn átti eftir að jafna metinn við óþokka nokkurn eftir að hafa fengið snjóbolta í sig.

Sökudólgurinn var Peter Hanson, liðsfélagi Poulter í Ryder Cup.  Poulter sór þess að hefna fyrir snjóboltakastið á þessum degi þar sem aðeins tókst að keppa í 4 klst. og leikur stöðvaðist vegna mikillar snjókomu.

„Já, ég fékk snjóbolta í mig og það var Hanson sem kastaði,“ sagði Poulter. „Ég er eins og fíllinn; ég gleymi engu.  Ég get ekki sagt ykkur hvað ég kem til með að gera, en þessu mun alveg örugglega verða svarað. Hefndin verður sæt!“

„Þetta kom mér í opna skjöldu. Það eru nokkur ár síðan að ég hef séð snjó ef ég á að vera heiðarlegur,“ sagði Poulter.