Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2013 | 01:59

Birgir Leifur og Ólafur Björn báðir á 68 höggum og í 3. sæti á Oldfield Open!!!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, NK, hófu í gær leik á 2. móti eGolf Professional mótaraðarinnar í Suður-Karólínu, Oldfield Open.

Ólafur Björn Loftsson, NK og Charlotte. Mynd: gsimyndir.net

Ólafur Björn Loftsson, NK. Mynd: gsimyndir.net

Spilað er á golfvöllum tveggja klúbba: Oldfield Country Club og Callawassie Island Club og hófu Birgir Leifur og Ólafur Björn leik á golfvelli Oldfield CC.

Þátttakendur eru u.þ.b. 140 frá 15 þjóðlöndum.

Eftir 1. dag eru Birgir Leifur og Ólafur Björn báðir á sama skorinu, 4 höggum undir pari,  68 höggum og deila 3. sætinu ásamt 3 öðrum kylfingum.

Birgir Leifur fékk 5 fugla, 12 pör og 1 skolla en Ólafur Björn fékk 1 örn, 5 fugla, 9 pör og 3 skolla.  Þeir eru aðeins 2 höggum á eftir forystumanni mótsins, Brent Witcher sem kom inn á 66 höggum, en spilaði golfvöll Callawassie Island Club.

Glæsileg byrjun á mótinu hjá Birgi Leif og Ólafi Birni!!!

Til þess að fylgjast með gengi þeirra Birgis Leifs og Ólafs Björns SMELLIÐ HÉR: