Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2013 | 10:00

Golfleiðbeiningar: 10 reglur Stocktons um hvernig eigi að setja niður 2 metra pútt (10. grein af 10)

Hér er 10. og síðasta regla Dave Stockton um hvernig eigi að setja niður 2 metra pútt …..

10. Takið leiðbeiningum vel

…. þ.e.a.s. ef þið eruð t.d. að leika í fjórmenningi/fjórbolta og aðeins ef félagi ykkar þekkir púttstroku og aðferð ykkar við að pútta vel m.a. hvernig þið lesið pútt og hversu ákveðið þið púttið.  Besti félagi minn sem ég spilaði með var Al Geiberger. Okkur farnaðist vel á gömlu „CBS Golf Classics“ mótaröðinni vegna þess að við púttuðum álíka. Þegar Al sagði „þetta brotnar u.þ.b. hálfan bolla“ vissi ég að hann sagði þetta vegna þess að hann vissi hversu ákveðið ég púttaði.  Ef þið spilið ein þ.e. í höggleikskeppni/holukeppni/punktakeppni o.s.frv. þá er góð regla að fá upplýsingar um brot/púttlínur með því að fylgjast með öðrum í hollinu, ef þeir pútta á undan ykkur, það eru bestu upplýsingarnar sem þið fáið við þannig aðstæður.