Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2013 | 14:15

Frá blaðamannafundi með Lee Westwood fyrir heimsmótið í holukeppni – Myndskeið

Heimsmótið í holukeppni hefst í Dove Mountain golfklúbbnum í Marana, Arizona í dag.

Einn af þeim sem hélt blaðamannafund var nr. 8 á heimslistanum, Lee Westwood.

Þar sagði m.a. hann að í heimsmótinu í holukeppni væri e.t.v. meiri þörf á heppni en í nokkru öðru móti.

Lee spilar á móti Spánverjanum Rafael Cabrera-Bello frá Gran Canaria og sagðist vona að hann yrði ekki jafngóður og hann var í vinsamlegri keppni þeirra á milli í Dubai fyrr á árinu, þar sem þeir Westwood voru samherjar.

Til þess að sjá myndskeiðið með Lee Westwood á blaðamannafundinum (aðeins 1 mínútu langt)  SMELLIÐ HÉR: