Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2013 | 08:50

Frá blaðamannafundi með Rory fyrir heimsmótið í holukeppni – Myndskeið

Í dag hefst heimsmótið í holukeppni  í Dove Mountain golfklúbbnum í Marana, Arizona. Meðal þátttakenda er nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy. Ekkert hefir sést til  Rory síðan í Abu Dhabi HSBC Golf Championship og margar spurningar sem brenna á kylfingum: Er hann búinn að venjast Nike kylfunum? Er hann farinn að ryðga eftir mánaðar „frí“ eða kemur hann sterkari til leiks en nokkru sinni? Í myndskeiðinu segir Rory m.a. að hann sé ánægður með að vera kominn aftur til Bandaríkjanna – þar hafi hann ekkert keppt síðan í Tour Championship. Holukeppni sé alltaf skemmtileg. Maður verði bara að reyna að komast í gegnum alla leikina í vikunni, mæta nýjum andstæðingi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2013 | 08:30

Viðtal við Tiger fyrir heimsmótið í holukeppni – talar m.a. um leikinn við Obama – Myndskeið

Í dag hefst heimsmótið í holukeppni í Dove Mountain golfklúbbnum í Marana, Arizona.  Fyrir mótið var tekið viðtal við Tiger Woods. Það segir hann m.a. það sem allir vita um holukeppni, að allt geti gerst og mikilvægt sé að byrja vel. Hann hrósar m.a. andstæðingi sínum í dag Charles Howell III, segir hann vera sívinnandi kylfing, sem gefist aldrei upp. Um daginn spilaði Tiger við Barack Obama Bandaríkjaforseta og var spurður út í þann leik.  Tiger sagði að leikurinn hefði verið góður og þeir hefðu skemmt sér vel. Þeir hefðu spilað saman og unnið og Obama væri að slá vel. Tiger sagðist algerlega hafa gleymt því að Obama væri örvhentur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2013 | 08:00

9 manns í röð setja niður pútt – Myndskeið

Hér er skemmtilegt myndskeið af því þegar 9 kylfingar úr Campbell University háskólanum í Bandaríkjunum  stilltu sér upp í röð og púttuðu hver á fætur öðrum í átt að sömu holunni. Hverjar skyldu líkurnar vera að allir boltarnir lendi ofan í holu? Ekki miklar ….. en sjáum hvað gerist SMELLIÐ HÉR: 

Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2013 | 21:15

Bandaríska háskólagolfið: Axel lauk keppni á Mobile Bay mótinu á 4 undir pari 68 glæsihöggum!!!

Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State luku í dag leik á Mobile Bay Intercollegiate, en mótið fór fram dagana 18.-19. febrúar á Magnolia Grove Crossings golfvellinum í Mobile, Alabama. Völlurinn sem keppnin fór fram á er hluti af hinum svokallaða RTJ Trail þ.e.. partur golfvalla, sem hannaður er af hinum fræga golfvallarhönnuði Robert Trent Jones í Alabama. Komast má á heimasíðu Magnolia Grove með því að SMELLA HÉR: Þátttakendur voru 80 frá 16 háskólum. Axel lék á samtals á 2 yfir pari, 218 höggum (77 73 68)  Hann átti frábæran hring í dag, lék á 4 undir pari, 68 höggum.  Axel hóf leik í dag á lokahringnum á 11. teig., Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2013 | 19:45

Birgir Leifur og Ólafur Björn hefja leik á 2. móti eGolf Professional mótaröðinni á morgun

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, NK, hefja á morgun leik á 2. móti eGolf Professional mótaröðinni í Suður-Karólínu. Mótið sem um ræðir er Oldfield Open og er spilað á golfvöllum tveggja klúbba: Oldfield Country Club og Callawassie Island Club. Birgir Leifur og Ólafur Björn hefja leik á golfvelli Oldfield CC. Þátttakendur eru u.þ.b. 140 frá 15 þjóðlöndum. Til þess að fylgjast með gengi þeirra Birgis Leifs og Ólafs Björns SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2013 | 19:15

Bandaríska háskólagolfið: Valdís Þóra lauk leik í 13. sæti í einstaklingskeppninni á Jim West – Lið Texas State varð í 1. sæti!!!

Íslandsmeistarinn í höggleik 2012, Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og golflið Texas State luku í gær leik á Jim West Challenge mótinu. Mótið fór fram dagana 17.-18. febrúar og var spilað á golfvelli Vaaler Creek golfklúbbsins í Blanco, Texas. Til að sjá heimasíðu klúbbsins SMELLIÐ HÉR: Þátttakendur voru 64 frá 12 háskólum. Valdís Þóra lék samtals á  11 yfir pari (79 76 81) og deildi 13. sæti í einstaklingskeppninni. Valdís Þóra var á 3. besta skori í liði Texas State, en liðið vann liðakeppnina – varð í 1. sæti – Glæsilegt!!! Næsta mót hjá Valdísi Þóru og „The Bobcats“ golfliði Texas State er Mountainview Collegiate mótið í Tucson, Arizona sem fram fer 15.-16. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2013 | 19:00

GK: Þórdís Geirs í 1. sæti eftir 5 mót á Púttmótaröð GK-kvenna

Það mættu 30 konur á púttmótið á Öskudag, 13. febrúar s.l. Það var frábært fjör  og voru flestar konurnar klæddar í búninga í tilefni dagsins. Besta skorið átti Þórdis Geirs 29 pútt, Rannveig Hjalta  30 pútt og svo voru þær Anna Snædís, Guðrún Einars og Herdís Sigurjóns með 31 pútt. Staðan þegar 4 bestu telja er hér fyrir neðan. Síðan eru nokkrar með góð skor eftir 3 mót þannig að þessi staða gæti alveg breyst. Því er um að gera að mæta á morgun!!! Ingveldur í kvennanefnd Keilis vill minna á lokahófið þann 15. mars n.k. en það stefnir að sögn í flott kvöld og undirbúningur á fullu. Staðan eftir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2013 | 18:15

GR: Nanna Björg efst á Púttmótaröð GR-kvenna eftir 5 mót

Það var flott stemmning á fimmta púttkvöldinu í Korpunni 13. febrúar s.l. en þá var Öskudagur og GR-konur mættu í flottum búningum. Skorin voru og ekkert síðri. Það er hart barist á toppnum. Skorin eftir 5 mót eru eftirfarandi: 1. sæti: Nanna Björg Lúðvíksdóttir (31 33 30 32 28) 4 bestu: 121 pútt 2. sæti: Guðný K. Ólafsdóttir (32 31 30 29) 4 bestu: 122 pútt 3.-5. sæti: Lára Eymundsdóttir (32 35 32 30 30) 4 bestu: 124 pútt 3.-5. sæti: Inga Jóna Stefánsdóttir (32 32 30 30) 4 bestu: 124 pútt 3.-5. sæti: Unnur S. Ágústsdóttir (31 29 32 32) 4 bestu: 124 pútt 6.-9. sæti: Ása Ásgrímsdóttir (31 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2013 | 17:30

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst lauk keppni á Puerto Rico Classic á besta skori ETSU

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og „The Bucs“ golflið East Tennessee State University (skammst. ETSU) luku í dag leik á Puerto Rico Classic mótinu. Mótið stóð dagana 17.-19. febrúar og var spilað á River golfvelli Rio Mar CC á Puerto Rico.  Þátttakendur voru 75 frá 15 háskólum. Völlurinn sem spilað var á er glæsilegur og má komast á heimasíðu Rio Mar með því að SMELLA HÉR:  Guðmundur Ágúst lék á samtals 4 yfir pari, 220 höggum (71 75 74) og deildi 36. sæti með 2 öðrum kylfingum. Hann var á besta skori „The Bucs“ golfliðs ETSU, en liðið varð í 11. sæti í liðakeppninni.  Þeir hjá ETSU eru auðvitað ánægðir með Guðmund Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2013 | 17:15

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Rebecca Sörensen (5. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Það voru 7 stúlkur sem deildu 36. og síðasta sætinu og rétt mörðu að komast inn á LET, þeirra á meðal eru Cheyenne Woods, frænka Tiger, hin þýska Ann-Kathrin Lindner og enski unglingurinn Charley Hull, sem þegar hafa verið kynntar.  Eins þurfti einn kylfingurinn ekki í gegnum Q-school, frægðarhallarkylfingurinn kanadíski Lorie Kane, sem segja má að sé sú 43. sem hlaut keppnisrétt eða kortið sitt á LET, en hún hefir einnig verið Lesa meira