Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2013 | 01:30

PGA & Evróputúrinn: Snjókoma frestar heimsmótinu í holukeppni í eyðmörkinni í Arizona – Hápunktar og högg 1 dags

Það voru ekki nema 4 klst liðnar af 1 hring á heimsmótinu í holukeppni þegar fór að snjóa þannig að 5 cm snjóalag lagðist yfir Dove Mountain eyðimerkurvöllinn í Marana, Arizona.

En jafnvel þó ekki hafi tekist að ljúka neinum af 32 leikjum 1. umferðar og 10 leikir hafi jafnvel ekki hafist þá býst mótanefnd við að ljúka mótinu á settum tíma.

Klára á 1. umferð snemma dags í dag (fimmtudaginn 21. febrúar).  Peter Hanson – Thomas Björn leikurinn er sá fyrsti af leikjunum 10 sem fara á fram  kl. 8:40 að staðartíma og síðan fara hinir út með 10 mínútna millibili.  Þetta þýðir að Rory McIlroy-Shane Lowry leikurinn hefst kl. 9:50 á staðartíma.  Tiger Woods-Charles Howell III leikurinn byrjar svo kl. 10:10.

Planið er að ljúka 1. umferð og byrja á 2. umferð á fimmtudaginn (þ.e. í dag).  Síðan á morgun eiga leikar að hefjast aftur kl. 8:30 og vonast mótanefndin til að ljúka bæði 2. og 3. umferð þá þannig að hægt sé að halda dagskrá á laugardag og sunnudag.

„Ég hugsa að það verði engin vandræði ef veðrið helst fínt að klára mótið á sunnudaginn á réttum tíma,“ sagði Mark Russell varaforseti PGA Tour hvað snertir reglur og mótahald.

Staðan 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Accenture heimsmótinu í holukeppni SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg dagsins á heimsmótinu í holukeppni SMELLIÐ HÉR: