Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2013 | 20:00

GK: Þórdís Geirs efst á Púttmótaröð Keiliskvenna eftir 7. púttmótið

Það voru 30 konur sem mættu á næstsíðasta púttmót Keiliskvenna, fyrir viku síðan þ.e. 27. febrúar s.l. Besta skor átti Kristín Fjóla Gunnlaugsdóttir eða 30 pútt, næstar með 31 pútt voru Vala Bjarna, Ólöf Baldurs, Inga Magg, Anna Snædís, Dagbjört, Jóhanna og Birna Ágústs. Síðasta púttmótið í Púttmótaröð Keiliskvenna átti að fara fram í kvöld, en frestast vegna óveðurs, til miðvikudagsins 13. mars. Lokahófið verður síðan föstudagskvöldið 15. mars.  Enn er hægt að taka þátt og vinna til glæsilegra skorkortaverðlauna, sem dregið verður úr í lokahófinu. Staða efstu kvenna er hér fyrir neðan, 4 bestu skor gilda: 1. sæti Þórdís Geirsdóttir 117 pútt 2. sæti Valgerður Bjarnadóttir 118 pútt 3. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2013 | 19:15

Ólafur Björn á 76 höggum og Birgir Leifur á 77 höggum eftir 1. dag Irish Creek Open

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, NK hófu leik í dag á Irish Creek Open mótinu sem er hluti af eGolf Professional Tour mótaröðinni. Spilað er á golfvelli The Club at Irish Creek í Kannapolis, Norður-Karólínu.  Sjá má gullfallegar myndir af iðagrænum golfvöllum Irish Creek á heimasíðu klúbbsins (ekki vanþörf á því í þessum snjó og kulda hér á Íslandi) með því að SMELLA HÉR:  Ólafur Björn lék á 76 höggum; fékk 2 fugla, 10 pör, 5 skolla og 1 skramba.  Hann skrifaði eftirfarandi á facebook síðu sína eftir hringinn: „76 högg (+5) á fyrsta hring í dag. Aðstæður voru erfiðar, völlurinn blautur, hitinn við frostmark og mikill vindur. Það Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2013 | 18:45

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Cathryn Bristow – (19. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Þar af voru 6 stúlkur, sem deildu með sér 25. sætinu, þær: Cathryn Bristow, Laura Jansone, Holly Clyburn, Jia Yun Li, Melanie Mätzler og Margarita Ramos. Þær hafa nú allar verið kynntar nema Cathryn Bristow, sem við kynnum í kvöld. Fullt nafn: Cathryn Bristow. Ríkisfang: ný-sjálensk. Fæðingardagur: 14. nóvember 1984. Fæðingarstaður: Auckland, Nýja-Sjálandi. Gerðist atvinnumaður í golfi: 1. janúar 2010. Hæð 1.70 m Hárlitur: Dökkbrúnn. Augnlitur: Hnetubrúnn. Byrjaði í golfi: Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2013 | 16:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2013: Chez Reavie – (2. grein af 26)

Hér verður fram haldið með nýja greinaröð á Golf 1 þar sem efstu 26 í lokaúrtökumóti Q-school PGA , sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012, í La Quinta, Kaliforníu og  hlutu í kjölfarið kortið sitt, þ.e. þátttökurétt á PGA Tour 2013, verða kynntir stuttlega. Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25. sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013.  Að þessu sinni voru 5 kylfingar jafnir í 22. sætinu, þeir: Constable Jr., Bobby Gates, Henrik Norlander, Chez Reavie og Patrick Reed og alls 26 sem hlutu kortið á PGA Tour, sem marga dreymir um. Í gær var Patrick Reed kynntur og hér verður Chez Reevie næstur kynntur. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2013 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kristín Dagný Magnúsdóttir – 6. mars 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Kristín Dagný Magnúsdóttir. Hún er fædd 6. mars 1949 og er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Kristín Dagný byrjaði í golfi árið 2000. fyrir 13 árum og er með 16,4 í forgjöf í dag. Hún var ein af 6 konum af 109  þátttakendum í Marsmóti nr. 1 í Sandgerði s.l. helgi.  Kristín Dagný er gift Guðmundi Sigurvinssyni og á 3 börn. Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Richard H. Sikes, 6 mars 1940 (73 ára), Alison Nicholas, fyrirliði sigurliðs Evrópu í Solheim Cup 2011, 6. mars 1962 (51 árs);  Michael McLean, 6. mars 1963 (Spilaði á Evróputúrnum – 50 ára stórafmæli!!!) Golf Boys-inn Benjamin (Ben) McCully Crane, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2013 | 13:00

Sprengja á Bláa skrímslið – Trump með meiriháttar breytingar á vellinum í huga

Donald Trump skrifaði á síðasta ári undir milljarða kaupsamning þegar hann festi kaup á Doral golfstaðnum í Miami, þar sem WGC-Cadillac Championship fer fram nú í vikunni, en mótið nú á morgun, fimmtudaginn 7. mars. og er mót vikunnar á PGA Tour. Trump er búinn að ráða Gil Hanse til að endurhanna-og byggja „Bláa Skrímslið“ eins og völlurinn er nefndur og gerði heyrinkunnugt í gær á blaðamannafundi, sem haldinn var í tilefni af WGC-Cadillac Championship, að völlurinn myndi fara í gegnum annað og meira en bara endurhönun. „Þeir segja að völlurinn sé í sínu besta ásigkomulagi í 25 ár. Það er svolítið kaldhæðið því við ætlum að sprengja völlinn upp Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2013 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra lauk keppni á Juli Inkster Spartan Invite á næstbesta skori University of San Francisco

Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og golflið University of San Francisco tóku þátt í 2 daga móti, Juli Inkster Spartan Invite, sem fram fór í Almaden Golf & Country Club, í San Jose, Kaliforníu, dagana 4.-5. mars, en mótinu lauk í gær. Þátttakendur voru 73 frá 14 háskólum. Í gær var lokahringurinn spilaður. Eygló Myrra lék á samtals 239 höggum  (85 74 80) og var á næstbesta skori USF í heildina tekið. Það var Stanford háskóli sem bar sigur í liðakeppninni, en í 1. sæti í mótinu varð ný rísandi stjarna í bandaríska kvennagolfinu, frá Stanford háskóla, Mariah Stackhouse.  Munið hvar þið sáuð nafn hennar fyrst …. hér á Golf 1, en hún Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2013 | 11:00

Birgir Leifur og Ólafur Björn hefja leik á Irish Creek Open í dag

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, NK hefja leik í dag á Irish Creek Open mótinu sem er hluti af eGolf Professional Tour mótaröðinni. Spilað er á golfvelli The Club at Irish Creek í Kannapolis, Norður-Karólínu.  Sjá má gullfallegar myndir af iðagrænum golfvöllum Irish Creek á heimasíðu klúbbsins (ekki vanþörf á því í þessum snjó og kulda hér á Íslandi) með því að SMELLA HÉR:  Birgir Leifur og Ólafur Björn hefja báðir leik kl. 8: 20 að staðartíma (kl. 13.:20 hér heima á Íslandi); Ólafur Björn frá 1. teig og Birgir Leifur frá 10. teig. Mótið er mjög sterkt en af mörgum sterkum kylfingum meðal þátttakenda mætti t.d. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2013 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Berglind og UNCG luku leik í 5. sæti – Sunna og Elon í 8. sæti á Kiawah Island Intercollegiate í Suður-Karólínu

Sunna Víðisdóttir, GR og golflið Elon og Berglind Björnsdóttir, GR og golflið UNCG léku 3.-5. mars á Kiawah Island Intercollegiate á Kiawah Island í Suður-Karólínu. Þetta var stórt mót í bandaríska háskólagolfinu – þátttakendur voru 172 frá 32 háskólum. Spilað var á golfvöllunum í Oak Point Golf Club & Cougar Point, en vellirnir eru hluti Kiawah Islands Golf Resort, sjá nánar með því að SMELLA HÉR:  Berglind lék samtals á 236 höggum í mótinu (84 76 76) og bætti sig um 8 högg frá því á fyrsta hring, en taka skal fram að þetta var fyrsta mót Berglindar í vor.  Berglind varð T-62 í mótinu og á 4. besta skori í liði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2013 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi og Belmont Abbey luku leik í 1. sæti á Richard Rendleman Inv. mótinu í Norður-Karólínu

Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2011, Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og golflið Belmont Abbey fögnuðu sigri á Richard Rendleman mótinu í Salisbury Norður-Karólínu, en mótið fór fram 4.-5. mars og lauk því í gær. Þátttakendur voru 90 frá 17 háskólum. Arnór Ingi var á 3. besta skori liðs síns.  Hann lék á samtals 147 höggum (72 75) og taldi skor hans því í sigri liðsins. Eftir fyrri dag mótsins var Belmont Abbey í 3. sæti í liðakeppninni, en þá var Arnór Ingi á besta skori liðsins, sem sjá má með því að SMELLA HÉR:  Í einstaklingskeppninni varð Arnór Ingi T-12 þ.e. deildi 12. sætinu með öðrum. Þeir í Belmont Abbey voru Lesa meira