Berglind Björnsdóttir, GR. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2013 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Berglind og UNCG luku leik í 5. sæti – Sunna og Elon í 8. sæti á Kiawah Island Intercollegiate í Suður-Karólínu

Sunna Víðisdóttir, GR og golflið Elon og Berglind Björnsdóttir, GR og golflið UNCG léku 3.-5. mars á Kiawah Island Intercollegiate á Kiawah Island í Suður-Karólínu.

Þetta var stórt mót í bandaríska háskólagolfinu – þátttakendur voru 172 frá 32 háskólum.

Spilað var á golfvöllunum í Oak Point Golf Club & Cougar Point, en vellirnir eru hluti Kiawah Islands Golf Resort, sjá nánar með því að SMELLA HÉR: 

Berglind lék samtals á 236 höggum í mótinu (84 76 76) og bætti sig um 8 högg frá því á fyrsta hring, en taka skal fram að þetta var fyrsta mót Berglindar í vor.  Berglind varð T-62 í mótinu og á 4. besta skori í liði sínu og taldi það því í að koma UNCG í 5. sæti í liðakeppninni af 32 háskólaliðum sem kepptu!

Berglind og UNCG spila næst á Mountain View Collegiate @ Tucson, Arizona þ. 15.-16. mars n.k,. en á því móti keppir  líka Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2012, Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og lið hennar Texas State.

Sunna var á samtals 233 höggum (78 79 76) og varð T-41 í einstaklingskeppninni.  Hún var á 3. besta skori í liði sínu Elon, sem hafnaði í 8. sæti í liðakeppninni.  Þetta er 2. mót Sunnu á vorönn en í því fyrra HPU Classic sigraði hún glæsilega!!!

Sunna og Elon spila næst á JMU/Eagle Landing Inv. í Orange Park, Flórída, þann 8.-10. mars n.k.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Kiawah Island Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: