Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2013 | 18:45

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Cathryn Bristow – (19. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l.

Þar af voru 6 stúlkur, sem deildu með sér 25. sætinu, þær: Cathryn Bristow, Laura Jansone, Holly Clyburn, Jia Yun Li, Melanie Mätzler og Margarita Ramos. Þær hafa nú allar verið kynntar nema Cathryn Bristow, sem við kynnum í kvöld.

Fullt nafn: Cathryn Bristow.

Ríkisfang: ný-sjálensk.

Fæðingardagur: 14. nóvember 1984.

Fæðingarstaður: Auckland, Nýja-Sjálandi.

Gerðist atvinnumaður í golfi: 1. janúar 2010.

Hæð 1.70 m

Hárlitur: Dökkbrúnn.

Augnlitur: Hnetubrúnn.

Byrjaði í golfi: 1. janúar 1998.

Mestu áhrifavaldar í golfinu: Þjálfarinn Arron Cole.

Áhugamál: allar íþróttir, lestur góðra bóka, kvikmyndir, matur, að verja tíma með fjölskyldunni.

Áhugamannsferill: Keppti fyrir Nýja-Sjálandi í World Amateur Team Championships árið 2008:; keppti fyrir Nýja-Sjáland í Queen Sirikit Cup, 2008, en liðið varð í 5. sæti.

Menntun: Útskrifaður sálfræðingur frá University of Oregon, USA.

Hápunktar á ferlinum: 1 sigur á Futures Tour, nú Symetra Tour á Pennsylvania Classic, 2011; 1 sigur á ALPG Tour, Moss Vale Pro-Am, 2012.

Staða í Lalla Aicha Tour School 2013: T-25.