
Nýju strákarnir á PGA Tour 2013: Chez Reavie – (2. grein af 26)
Hér verður fram haldið með nýja greinaröð á Golf 1 þar sem efstu 26 í lokaúrtökumóti Q-school PGA , sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012, í La Quinta, Kaliforníu og hlutu í kjölfarið kortið sitt, þ.e. þátttökurétt á PGA Tour 2013, verða kynntir stuttlega.
Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25. sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013. Að þessu sinni voru 5 kylfingar jafnir í 22. sætinu, þeir: Constable Jr., Bobby Gates, Henrik Norlander, Chez Reavie og Patrick Reed og alls 26 sem hlutu kortið á PGA Tour, sem marga dreymir um.
Í gær var Patrick Reed kynntur og hér verður Chez Reevie næstur kynntur.
William Chesney „Chez“ Reavie fæddist 12. nóvember 1981 í Wichita, Kansas og er því 31. árs. Reevie býr eins og svo margir góðir kylfingar í Scottsdale, Arizona. Chez gerðist atvinnumaður í golfi 2004 og hefir tvo sigra í beltinu sem slíkur einn á PGA Tour og einn á Web.com mótaröðinni.
Sem áhugamaður spilaði hann í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Arizona State University.
Reavie var nýliði á PGA Tour árið 2008. hann varð 18. á peningalista Nationwide Tour 2007 (nú Web.com Tour) og vann sér þannig inn kortið sitt. Hann lék á Nationwide Tour 2005-2007.
Þann 27. júlí 2008 sigraði Reavie á RBC Canadian Open. Með þessum sigri, sem var hans fyrsti og eini til þessa á PGA Tour, vann hann sér inn $900.000,- og 2 ára spilarétt á PGA Tour.
Reavie varð að gangast undir uppskurð á hné 2010 og hóf 2011 keppnistímabilið á læknisundanþágu og átti 13 möguleika til þess að halda korti sínu. Reavie vann sér ekki inn nógu mikið til þess að halda fullum spilarétti á PGA Tour, en með því að komast í gegnum niðurskurð á Memorial Tournament 2011 ávann hann sér takmarkaðan spilarétt fyrir afgang ársins 2011.
Reavie spilaði í 22 mótum, náði niðurskurði í 15 sem var nóg til að hann gæti tekið þátt í FedEx Cup umspilinu. Það sem hann hafði unnið sér inn í mótunum í verðlaunafé (sem var yfir $ 1.000.000) nægði til þess að hann hélt kortinu sínu 2012. Hann vann næstum því 1. mót sitt eftir 3 sigurlaus ár á Deutsche Bank Championship, 2011, en átti í vandræðum á 18. holunni og tapaði loks fyrir Webb Simpson á 2. holu í bráðabana. Hann lauk árinu í 10. sæti á FedEx Cup listanum og í 34. sæti á peningalistanum með verðlaunafé upp á $2,285,067 og í 67. sæti á heimslistanum eftir að hafa lokið 2010 keppnistímabilinu í 762. sæti.
Reavie átti slakt keppnisár í fyrra, 2012, varð í 135. sætinu á peningalistanum og varð því að fara í Q-school þar sem hann rétt marði 22. sæti sem hann deildi ásamt 4 öðrum og tryggði sér því keppnisrétt 2013 á PGA Tour.
- maí. 24. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bill Haas og Nick Dougherty – 24. maí 2022
- maí. 23. 2022 | 22:00 PGA Championship 2022: Justin Thomas sigraði!!!
- maí. 23. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Olga Gunnarsdóttir – 23. maí 2022
- maí. 15. 2022 | 23:59 PGA: KH Lee sigraði á AT&T Byron Nelson mótinu
- maí. 15. 2022 | 21:00 NGL: Axel Bóasson sigraði á Rewell Elisefarm Challenge
- maí. 15. 2022 | 20:00 LPGA: Minjee Lee sigraði á Cognizant Founders Cup
- maí. 15. 2022 | 18:00 Evróputúrinn: Horsefield sigraði á Soudal Open
- maí. 15. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ken Venturi ——– 15. maí 2022
- maí. 14. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (20/2022)
- maí. 14. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Hafsteinn Baldursson og Shaun Norris – 14. maí 2022
- maí. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Finnur Sturluson – 13. maí 2022
- maí. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgir Björn Magnússon – 12. maí 2022
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022