Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2013 | 08:00

Nicki Stricker aftur á pokanum hjá eiginmanni sínum Steve – í ár á Cadillac Championship

Eiginkona Steve Stricker, Nicki, var á pokanum hjá honum þegar hann komst fyrst á PGA Tour fyrir næstum 20 árum og jafnvel þó sumir leikmenn sögðu við hann að hann ætti að hugsa um að ráða atvinnukylfusvein, virti hann það lengi vel að vettugi.  Hann sigraði m.a. tvívegis með Nicki á pokanum árið 1996 og allir urðu að viðurkenna að hún væri frambærilegur kylfuberi, a.m.k. einn sá besti fyrir Steve. Í dag er Nicki Stricker heima við og sér um uppeldið á tveimur dætrum þeirra Steve í Wisconsin, en fyrir nokkrum árum fóru þau hjónakorn að taka upp á því að velja eitt mót af dagskrá PGA Tour þar sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2013 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Theodór Emil, Ari og golflið Arkansas Monticello urðu í 10. sæti í Mississippi College Inv. í Louisiana

Ari Magnússon, GKG og Theodór Emil Karlsson, GKJ og golflið Arkansas Monticello tóku þátt í Mississippi College Invite, sem fram fór á Black Bear golfvellinum í Black Bear golfklúbbnum í Delhi, Louisiana, dagana 4.-5. mars og lauk í gær. Þátttakendur voru 86 frá 17 háskólum. Theodór Emil var á þriðja besta skori liðs síns, samtals á 166 höggum (83 83) og Ari á fjórða besta skorinu eða 167 höggum (81 86) og töldu því skor þeirra beggja.  Theodór Emil varð í 40. sæti og Ari í 44. sæti. Arkansas Monticello varð í 10. sæti í liðakeppninni. Næst mót þeirra Theodórs Emils og Ara er CBC Spring Invitational í Maumelle, Arkansas (Central Baptist Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2013 | 20:15

NÝTT!!! Nýju strákarnir á PGA 2013: Patrick Reed (1. grein af 26)

Í kvöld hefst ný greinaröð hér á Golf 1 þar sem efstu 26 í lokaúrtökumóti Q-school PGA , sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012, í La Quinta, Kaliforníu og  hlutu í kjölfarið kortið sitt, þ.e. þátttökurétt á PGA Tour 2013, verða kynntir stuttlega. Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25. sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013.  Að þessu sinni voru 5 kylfingar jafnir í 22. sætinu, þeir: Constable Jr., Bobby Gates, Henrik Norlander, Chez Reevie og Patrick Reed og alls 26 sem hlutu kortið á PGA Tour, sem marga dreymir um. Við byrjum á því að kynna Patrick Reed.  Patrick fæddist 5. ágúst 1990 í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2013 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Laura Jansone – (18. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Þar af voru 6 stúlkur, sem deildu með sér 25. sætinu, þær: Cathryn Bristow, Laura Jansone, Holly Clyburn, Jia Yun Li, Melanie Mätzler og Margarita Ramos. Holly Clyburn, Jia Yun Li, Melanie Mätzler og Margarita Ramos hafa þegar verið  kynntar en í kvöld er það Laura Jansone sem við kynnum….. Fullt nafn: Laura Jansone. Ríkisfang: lettnesk.  Fæðingardagur: 24. júlí 1988 Fæðingarstaður: Riga, Lettlandi. Gerðist atvinnumaður: 1. febrúar 2011. Hæð: 170 cm. Háralitur: ljóshærð. Augnlitur: grænn. Byrjaði í golfi: 1. júlí 1999. Mestu áhrifavaldarnir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2013 | 17:00

Evrópumótaröðin styður tillögu R&A og USGA um bann á löngum pútterum

PGA Tour og the PGA of America eru nú ein um að vera á móti banninu á löngu pútterunum eftir að Evrópumótaröðin staðfesti að það styddi bann á löngum pútterum þ.e. svokölluðum magapútterum og kústsköftum sem þar sem pútterinn er látinn styðjast við maga/bringu viðkomandi kylfings í púttstrokunni. Evrópumótaröðin hefir staðfest stuðning sinn við R&A og bandaríska golfsambandið (USGA) og tillögu þeirra um breytingu á golfreglu 14-1b – sem bannar að pútterinn styðjist við líkamann þegar púttstrokan er tekin skv. golfreglum.   George O’Grady, aðalframkvæmdastjóri Evróputúrsins George O’Grady CBE, aðalframkvæmdastjóri Evrópumótaraðarinnar sagði: „Evrópumótaröðin hefir að fullu tekið þátt í ráðgjafarferlinu sem lauk 28. febrúar s.l. og hefur samstarfið í miklum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2013 | 15:00

GR: Margrét Karlsdóttir efst eftir 7. púttmót á Púttmótaröð GR-kvenna

Elín Sveinsdóttir í kvennanefnd GR skrifar: „Ekkert lát er á aðsókninni á púttkvöldin okkar, tæplega 100 konur voru mættar á 7.púttkvöld GR kvenna (miðvikudaginn þann 27. febrúar s.l.) og er aðsóknin langt framar vonum og meiri en það sem við þekkjum frá sama tíma í fyrra. Þetta er það sem við viljum. Sígandi lukka og sátt í góðum hópi sem fer ört vaxandi. En þá að keppninni um púttmeistara GR kvenna árið 2013. Spennan á toppnum er um það bil að verða óbærileg. Margrét Karlsdóttir gerði sér lítið fyrir og skaust upp fyrir þær Nönnu Björgu og Guðnýju sem hafa trónað á toppnum síðustu kvöld og er Margrét nú efst á 119 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2013 | 13:15

Örn Ævar kveður vinnufélaga með tónlistarmyndbandi

Það eru fleiri en Golf Boys, sem eru að koma út með tónlistarmyndbönd nú með vorinu. Örn Ævar Hjartarson, GS og vinnufélagar settu saman meðfylgjandi tónlistarmyndband, til að kveðja tvo, sem voru að hætta í vinnunni hjá þeim, við Grunnskólann í Sandgerði. Myndbandið var sett inn á You Tube fyrir 3 dögum. Hér má sjá Örn Ævar sýna góða takta í gamla Michael Bolton smellnum „How am I supposed to live without you.“ Til að sjá myndbandið SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Elías Jónsson – 5. mars 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Elías Jónsson. Elías er fæddur 5. mars 1991 og er því 22 ára í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Elías Jónsson F. 5. mars 1991 (22 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Earl Dennison Woods (pabbi Tiger f. 5. mars 1932 – d. 3. maí 2006); Dale Douglass Wewoka, 5. mars 1936 (77 ára); Mats Lanner, 5. mars 1961 (52 ára); Tracy L. Kerdyk, 5. mars 1966 (47 ára); Bengt Johan Axgren, 5. mars 1975 (38 ára); Sue Kim, 5. mars 1991 (22 ára)  ….. og ….. Bíbí Ísabella Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2013 | 10:00

GSÍ: SNAG kynning í dag kl. 16:00 í Laugardalshöll

Þriðjudaginn 5. mars stendur Golfsamband Íslands fyrir kynningu á SNAG golfi (Starting New At Golf).  Kynningin hefst kl 16:00 og verður hún haldin í Laugardalshöll í sal 1, inngangur A. SNAG búnaðurinn og kennslukerfið er viðurkennt kerfi sem gerir golfkennslu skemmtilega, aðgengilega, auðvelda og örugga. SNAG hentar báðum kynjum frá fjögurra ára aldri, unglingum, fullorðnum, öldruðum og fötluðum.  SNAG má kenna og spila hvar sem er óháð golfvöllum og æfingasvæðum og færa til almennings eftir aðstæðum á hverjum stað. Fyrirlesari er Tony Howarth PGA kennari og SNAG Master Trainer hann hefur 25 ára reynslu af golfkennslu allt frá byrjendum til Evróputúrsspilara.  Tony fékk Sinclair verðlaunin 2004 fyrir framlag sitt til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2013 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra á næstbesta skori USF eftir 2 hringi á Juli Inkster Spartan Invite

Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og golflið University of San Francisco taka þátt í 2 daga móti, Juli Inkster Spartan Invite, sem fram fer í Almaden Golf & Country Club, í San Jose, Kaliforníu, dagana 4.-5. mars.  Lokahrigurinn verður spilaður í dag. Þátttakendur eru 73 frá 14 háskólum. Eygló Myrra lék á samtals 159 höggum í gær (85 74) og var á besta skori liðsins seinni hringinn.  Í heildina var Eygló Myrra á næstbesta skori USF, á eftir Peppiinu Kaiju. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Juli Inkster Spartan Invite SMELLIÐ HÉR: