Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2013 | 19:15

Ólafur Björn á 76 höggum og Birgir Leifur á 77 höggum eftir 1. dag Irish Creek Open

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, NK hófu leik í dag á Irish Creek Open mótinu sem er hluti af eGolf Professional Tour mótaröðinni.

Spilað er á golfvelli The Club at Irish Creek í Kannapolis, Norður-Karólínu.  Sjá má gullfallegar myndir af iðagrænum golfvöllum Irish Creek á heimasíðu klúbbsins (ekki vanþörf á því í þessum snjó og kulda hér á Íslandi) með því að SMELLA HÉR: 

Ólafur Björn lék á 76 höggum; fékk 2 fugla, 10 pör, 5 skolla og 1 skramba.  Hann skrifaði eftirfarandi á facebook síðu sína eftir hringinn:

„76 högg (+5) á fyrsta hring í dag. Aðstæður voru erfiðar, völlurinn blautur, hitinn við frostmark og mikill vindur. Það gekk allt býsna vel fyrir utan púttin, mikilvægasta þáttinn. Ég er því miður enn óöruggur í púttunum þegar það fer að blása hressilega. Er að spila vel og hef góða tilfinningu fyrir fuglaveislu á öðrum hring.“

Birgir Leifur spilaði á 77 höggum; fékk 13 pör, 4 skolla og 1 skramba.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Irish Creek Open  SMELLIÐ HÉR: