Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2013 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra lauk keppni á Juli Inkster Spartan Invite á næstbesta skori University of San Francisco

Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og golflið University of San Francisco tóku þátt í 2 daga móti, Juli Inkster Spartan Invite, sem fram fór í Almaden Golf & Country Club, í San Jose, Kaliforníu, dagana 4.-5. mars, en mótinu lauk í gær. Þátttakendur voru 73 frá 14 háskólum.

Í gær var lokahringurinn spilaður. Eygló Myrra lék á samtals 239 höggum  (85 74 80) og var á næstbesta skori USF í heildina tekið.

Það var Stanford háskóli sem bar sigur í liðakeppninni, en í 1. sæti í mótinu varð ný rísandi stjarna í bandaríska kvennagolfinu, frá Stanford háskóla, Mariah Stackhouse.  Munið hvar þið sáuð nafn hennar fyrst …. hér á Golf 1, en hún þykir mikið framtíðarefni! Hún hefir m.a. átt skor upp á 10 undir pari, 61 högg í bandaríska háskólagolfinu!

Mariah Stackhouse

Mariah Stackhouse

Til þess að sjá úrslitin á Juli Inkster Spartan Invite mótinu SMELLIÐ HÉR:

Næsta mót Eyglóar Myrru og University of San Francisco er Dr. Donnis Thompson Invitational sem fram fer á golfvelli Kaneohe Klipper golfklúbbsins í Honolulu, Hawaii, dagana 12.-13. mars n.k.

Eygló Myrra fær aukinn stuðning í því móti en meðal áhorfenda verða foreldrar hennar.

Eygló Myrra mun síðan útskrifast frá University of San Francisco 18. maí n.k.