Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2013 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi og Belmont Abbey luku leik í 1. sæti á Richard Rendleman Inv. mótinu í Norður-Karólínu

Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2011, Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og golflið Belmont Abbey fögnuðu sigri á Richard Rendleman mótinu í Salisbury Norður-Karólínu, en mótið fór fram 4.-5. mars og lauk því í gær. Þátttakendur voru 90 frá 17 háskólum.

Arnór Ingi var á 3. besta skori liðs síns.  Hann lék á samtals 147 höggum (72 75) og taldi skor hans því í sigri liðsins. Eftir fyrri dag mótsins var Belmont Abbey í 3. sæti í liðakeppninni, en þá var Arnór Ingi á besta skori liðsins, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: 

Í einstaklingskeppninni varð Arnór Ingi T-12 þ.e. deildi 12. sætinu með öðrum.

Þeir í Belmont Abbey voru að vonum ánægðir með sigurinn og má sjá umfjöllun um sigurinn á íþróttasíðu Belmont Abbey háskóla með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Arnórs Inga og golfliðs Belmont Abbey er Southern California Intercollegiate mótið, í Mission Viejo, Kaliforníu, en það fer fram dagana 11.-12. mars n.k.

Til þess að sjá úrslitin á Richard Rendleman Inv. mótinu SMELLIÐ HÉR: