Þórdís Geirsdóttir, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2013 | 20:00

GK: Þórdís Geirs efst á Púttmótaröð Keiliskvenna eftir 7. púttmótið

Það voru 30 konur sem mættu á næstsíðasta púttmót Keiliskvenna, fyrir viku síðan þ.e. 27. febrúar s.l.

Besta skor átti Kristín Fjóla Gunnlaugsdóttir eða 30 pútt, næstar með 31 pútt voru Vala Bjarna, Ólöf Baldurs, Inga Magg, Anna Snædís, Dagbjört, Jóhanna og Birna Ágústs.

Síðasta púttmótið í Púttmótaröð Keiliskvenna átti að fara fram í kvöld, en frestast vegna óveðurs, til miðvikudagsins 13. mars.

Lokahófið verður síðan föstudagskvöldið 15. mars.  Enn er hægt að taka þátt og vinna til glæsilegra skorkortaverðlauna, sem dregið verður úr í lokahófinu.

Staða efstu kvenna er hér fyrir neðan, 4 bestu skor gilda:

1. sæti Þórdís Geirsdóttir 117 pútt

2. sæti Valgerður Bjarnadóttir 118 pútt

3. sæti Anna Snædís Sigmarsdóttir  119 pútt

4. sæti Rannveig Hjaltadóttir 121 pútt

5. – 6. sæti  Kristín Fjóla Gunnlaugsdóttir 122 pútt

5. – 6. sæti Dagbjört Bjarnadóttir 122 pútt

7. – 9. sæti Ólöf Baldursdóttir 124 pútt

7. – 9. sæti Helga Jóhannsdóttir 124 pútt

7. – 9. sæti Guðrún Einarsdóttir 124 pútt

10.-11.sæti Jóhanna Sveinsdóttir 127 pútt

10.-11.sæti Herdís Sigurjónsdóttir 127 pútt

12. sæti Guðrún Bjarnadóttir 129 pútt

13.-14. sæti Silja Rún 130 pútt

13.-14. sæti Lovísa Hermannsdóttir 130 pútt